Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Einu sinni var –óskalisti yfir barnabækur

$
0
0

Lestur er skemmtilegur, þroskandi og fræðandi fyrir börn. Það er fátt notalegra en að kúra með barni og sökkva sér í bók. Barnabók er nefnilega svo mikið meira en textinn á hverri síðu. Bókin er myndskreytingarnar, spurningarnar sem vakna og umræðurnar sem spretta út frá þeim, minningin sem lifir með barninu fram á fullorðinsár. Kvennablaðið í samstarfi við bókaútgáfur er með lista yfir fyrsta flokks barnabækur sem fræða og kæta yngstu kynslóðina og passa fullkomlega í jólapakkann.

Sjá einnig: Frá Eskifirði til Ásgarðs – unglingabækur í úrvali

Einhver Ekkineinsdóttir eftir Kätlin Kaldmaa

vorbokatidindi-01

Einhver Ekkineinsdóttir mun vera fyrsta eistneska barnabókin sem kemur út á íslensku og er útgáfan styrkt af Miðstöð íslenskra bókmennta og Eesti Kulturkapital. Bókin kom fyrst út í Eistlandi árið 2012 og fékk þá mikið lof fyrir áhugaverð efnistök, góða myndskreytingu sem og að höfða jafnt til barna sem fullorðinna. Kätlin Kaldmaa er þekkt í sínu landi og hefur sent frá sér fjölda bóka, mest ljóðabóka og skáldsagna. Þetta er fyrsta barnabók hennar.

Einhver Ekkineinsdóttir er 8 ára gömul. Henni er strítt á að eiga engan pabba svo hún heldur út í heim að leita hans. Sagan gerist í eins konar ævintýraheimi sem á köflum er mjög íslenskur, enda er höfundurinn mikill Íslandsvinur og hefur dvalið langdvölum hér á landi. Í gegnum söguna liggja einnig þræðir úr rússneskum ævintýrum. Bókin kemur nú út í þýðingu Lemme Lindu Saukas Olafsdóttur. Myndskreytingar gerði Marge Nelk.

Einhver Ekkineinsdóttir er gefin út af Bókstaf ehf. 

Facebook síða Bókstafs ehf. 

Músadagar eftir Írisi Dórótheu Randversdóttur

Í bókinni er brugðið upp myndum úr lífi músaömmu og músaafa sem búa á Kjaftamyllustræti. Það er bakað og brasað og hlegið og glimmerað og skæpað milli skerja með smámýslum í dagsins önn. Yndislestur fyrir alla, sérstaklega ömmur og afa!

musadagar_kapa

Íris Dóróthea Randversdóttir er kennari að mennt og hóf að skrifa örsögur í músaformi af barnabörnum sínum á Facebook fyrir nokkrum árum. Unnur Sveinsdóttir myndskreytti bókina fagurlega.

Í viðtali við Austurfrétt segir Íris: „Ég nota ekki oft svona orð en ég held að ég hafi verið blessuð með því að hafa fengið að verða amma og upplifa barnabörnin mín. Sjálf átti ég alveg óskaplega blíða og góða ömmu og ég held að hluti af því að vera góð amma sé að kenna barnabörnunum hvernig amma á að vera. Ég nenni ekki að ala barnabörnin mín upp, það er ekki mitt hlutverk. Hjá ömmu og afa eiga þau að eiga skálkaskjól en ég flutti oft til ömmu eftir að hafa skellt hurðum hjá mömmu. Það er mitt hlutverk núna að vera vinur, góð, blíð og sú sem knúsar. Það eru bestu og þakklátustu hlutverk í heimi að vera amma og afi.“

Músadagar er gefin út af Bókstaf ehf.

Facebook síða Bókstafs ehf. 

Kláraðu jólagjafirnar hjá næsta bóksala: Spennan liggur í loftinu og undir jólatrénu

Íslenskar bækur í fortíð, framtíð og smákökur í framtíð

Augnablik í amstri dagsins með íslenskum bókmenntum

Kanínan sem vill fara að sofa eftir Carl-Johan Forssén Ehrlin

therabbitwhowantstofallasleep_cover_isl

Þetta er óvenjuleg en sniðug saga til að lesa fyrir svefninn sem byggir á sálfræðilegri tækni. Henni er ætlað að auðvelda börnum að sofna fyrr og að sofa betur á hverri nóttu. Sögunni fylgir slökun og leiðir til að innst inni vilji barnið sofna. Kanínan sem vill fara að sofa hentar vel þegar börn eiga að sofna í leikskóla og heima.

Í þessari sögu fylgir þú Kalla Kanínu eftir. Hann er þreyttur en getur ekki sofnað. Þess vegna fara Kalli Kanína og Kanínumamma til Trölla Frænda galdramanns til að fá hjálp. Á leiðinni hitta þau Syfjaða Snigilinn og úrræðagóðu Frú Uglu sem gefa þeim góð ráð. Enda þótt Kalla þyki hann vera þreyttari, halda þau áfram. Trölli Frændi stráir yfir þau dularfullu svefndufti. Kalli Kanína verður ennþá þreyttari og kemst tæplega heim áður en hann sofnar í rúminu sínu.

„Notið söguna Kanínan sem vill fara að sofa þegar spennandi hlutir eru að gerast, eða þegar það er tímabundið erfitt fyrir barnið þitt að sofna“ –  Mikael Odhage, sálfræðingur

„Hefur þú einhvern tímann átt í vandræðum með að fá barnið þitt til að sofna og óskað þess að þú gætir beitt töfrum til þess? Frábær bók Carl-Johan’s kemur börnum þínum fljótt í draumaheiminn.“ –  Matt Hudson, höfundur og atferlisfræðingur

„Besti hluti bókarinnar er að þú þarft ekki að minna börnin á að þau þurfi að leggjast niður og reyna að sofna, því það kemur fram í bókinni og ég þarf aðeins að lesa söguna fyrir þau. Kanínan sem vill fara að sofa er líka mjög skemmtileg og þjónar vel tilgangi sínum.“ –  Veronica Rydén, leikskólakennari

„Vinur okkar mælti með þessari fallegu myndskreyttu og hugljúfu bók og það kom fljótt í ljós að hún gerði mikið gagn og hjálpaði börnum okkar að sofna.“  – Christian Henwood, markaðsstjóri

Kanínan sem vill fara að sofa er gefin út af Draumsýn bókaforlagi 

Facebook síða Draumsýnar 

Tilfinningar: Stundum verðum við reið! & Tilfinningar: Þekkir þú afbrýðisemi? eftir Ástu Maríu Hjaltadóttur og Þorgerði Ragnarsdóttur

reidi_kapa

Sterkar tilfinningar geta verið yfirþyrmandi að upplifa fyrir yngstu börnin. Ásta María Hjaltadóttir, sérkennari, og Þorgerður Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur skrifuðu bækur um reiði og afbrýðissemi til að leiðbeina og fræða börn um tilfinningarnar. Þær unnu tilfinningabækurnar út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Í bókunum eru, auk skemmtilegra teikninga eftir höfunda, skýringarmyndir um hvernig hægt er að takast á við erfiðar tilfinningar.

afbrydisemi_kapa

Stundum verðum við reið! er bók fyrir yngstu lesendurna. Hún fjallar um reiðina og hvernig hægt er að taka á málum þegar hún nær yfirhöndinni.

Þekkir þú afbrýðisemi? Af hverju er alltaf allt flottara sem aðrir gera? Bókin er fyrir yngstu lesendurna og fjallar um afbrýðisemi og hvernig bera má kennsl á hana og vinna bug á henni.

Stundum verðum við reið! og Þekkir þú afbrýðisemi? eru gefnar út af Bókstaf ehf. 

Facebook síða Bókstafs ehf.  

Litadýrð dýraríkisins eftir Anita Ganeri

litadyrdforsidargb72p

Litadýrð dýraríkisins er falleg og vönduð bók til að fletta með börnum sem hafa unun af því að skoða fjölbreytileika dýralífsins á jörðinni. Köflum bókarinnar er skipt upp eftir litum dýranna og hver kafli byrjar á stuttum inngangstexta. Bókin er 80 blaðsíður og inniheldur hundruð dýramynda. Á sama tíma og börn fræðast um litina þá læra þau um fjöldann allan af dýrum.

Þónokkur dýranna sem birtast í bókinni áttu sér ekki skráð íslenskt heiti svo þar birtast í fyrsta skipti nokkur ný nöfn þeirra. Aftast í bókinni eru marglit dýr sem falla ekki undir neinn einn litakafla. Þetta er kjörin bók til að kveikja áhuga barna á að læra meira um dýrin. Stórt og veglegt brot gera þessa bók að tilvalinni jólagjöf.

Litadýrð dýraríkisins er gefin út af Óðinsauga útgáfu

Facebook síða Óðinsauga 

Herra T og dularfulla eggið eftir Maaria Paivinen og Hugin Þór Grétarsson

forsidaherrateggrgb72p

Þetta er önnur bókin í bókaflokknum um hann herra T og úrilla kjúklinginn hans sem heitir Asni. Fyrri bókin hefur nú verið gefin út í Finnlandi og er væntanleg í Kanada. Bækurnar er byggðar upp á þann veg að auðvelt er að skoða þær með börnum allt frá 2 ára og upp í 10 ára. Stuttur texti gerir börnum auðvelt að fylgjast með en eldri börn geta þá hlegið af glensinu sem leynist bæði í texta og myndum. Í þessari bók birtist allt í einu dularfullt egg á sófanum heima hjá Herra T. Í fyrstu reynir hann að komast til botns í ráðgátunni um hvernig standi á því, en gefst fljótt upp og tekur þá upp á því að leika listir sínar með eggið. Asni er ekki par hrifinn og bjargar því oftar en ekki á síðustu stundu áður en það fellur til jarðar og svo framvegis.

En hvað skildi vera inni í egginu og leysist ráðgátan um hver á þetta dularfulla egg?

Herra T og dularfulla eggið er gefin út af Óðinsauga útgáfu 

Facebook síða Óðinsauga 

Mjölnir – endursögn úr Þrymskviðu

MjolnirForsida2

Út er komin bók um Mjölni, hamar Þórs. Bókin er unnin upp frá Þrymskviðu og kom upphaflega út í Serbíu. Myndskreytir bókarinnar er Bojan en hann hefur unnið í tvígang fyrir Óðinsauga að bókum sem hafa komið út hjá forlaginu. Mjölnir var hluti af bókaseríu með þjóðlegum sögum frá hinum ýmsu heimshornum. Upprunalega útgáfan sem kom út í Serbíu og var þýdd yfir á ensku og fylgdi Þrymskviðu lauslega. Því ákvað þýðandi að endurskrifa textann út frá upprunalegu Þrymskviðu. Huginn Þór Grétarsson endurskrifaði og var þannig trúr sögunni en stílfærði svo börn hafi gaman af. Einnig lét hann góðvin sinn Bojan breyta myndunum, meðal annars voru horn tekin af hjálmum. Þannig má segja að verkið sé komið í nýja útgáfu sem er trú hinu góða kvæði.

Söguþráðurinn er sá að Þór reiðist heiftarlega þegar hamri hans, Mjölni, er stolið. Loki ferðast til Jötunheima og hittir þar Þrym þursadrottinn sem hefur tekið hamarinn og falið hann djúpt í iðrum jarðar. Hann segist láta Þór fá Mjölni aftur ef hann fái ástargyðjuna Freyju sem konu. Ekki fellst Freyja á að klæðast brúðarlíni og halda til Jötunheima. Þá eru góð ráð dýr enda munu Jötnar flæða yfir Ásgarð ef Þór heimtir ekki hamar sinn aftur. Þór og Loki deyja ekki ráðalausir og beita ýmsum skondnum bellibrögðum til að fá sínu framgengt.

Mjölnir er gefin út af Óðinsauga útgáfu 

Facebook síða Óðinsauga

Umfjöllun unnin í samstarfi við Bókstaf ehf., Draumsýn forlag og Óðinsauga útgáfu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283