Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Nichole finnst Mikael Torfason tala of einhliða um fátækt

$
0
0

„Ég vann með fjölskyldu sem hann var að lýsa í Fellahverfi í 9 ár… og já ég held að hægt er að segja að minnst kosti í gær sáum við rithöfundur segja hluti einhliða,“ skrifar Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar, á Facebook-vegg Pawel Bartoszek, þingmanns Viðreisnar, í umræðu um fátækt í Silfri Egils á Sunnudag.

Sjá viðtal við Mikael Torfason í Silfri Egils á vef RÚV með því að smella hér.

Í þættinum sagði Mikael Torfason, höfundur þáttanna Fátækt fólk á Rás 1, að fátækt á Íslandi væri svo alvarleg að Íslendingar ættu að skammast sín. „Við eigum að skammast okkar,“ sagði Mikael. „Þetta er bara fólk sem við höfum skilið eftir á bótum sem eru skammarlegar. Og við viljum að þær séu skammarlegar, að þær séu lágar, því við viljum ná að kúga þetta fólk til að hætta þessu.“

Auglýsing

Mikael var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, sem hann kallaði „ríkisstjórn atvinnulífsins“, og þá sérstaklega Þorsteins Víglundssonar, félagsmála- og jafnréttisráðherra. „Hann vill engin lög á leigufélög. Vegna þess að rétturinn til að græða á fátæku fólki er svo ríkur. Það er eignarréttur kvótakóngsins, sem græddi tvö þúsund milljónir í fyrra á því að leigja fátæku fólki sem hefur ekki efni á að kaupa sér íbúð,“ sagði Mikael. „Íslenskir kjósendur eiga líka bara að skammast sín, fyrir að kjósa verstu ríkisstjórn sem við höfum kosið.“

Pawel brást við umræðunni með kaldhæðni og skrifaði á Facebook: „Þegar við leggjumst á koddann í kvöld þá skulum við muna það að munaðarleysingjahæli í Kína eru full af stúlkubörnum og dauðasveitir stjórnvalda drepa fíkla í Filippseyjum vegna þess að vel meinandi fólki tókst að sannfæra heimsbyggðina að fólksfjölgun og dóp væru ógnir af þeirri stærðargráðu að engin vettlingatök myndu duga.“ Nichole tengir færsluna við umræðu um fátækt í Silfrinu og segir að rithöfundinn hafa gert sér erfitt fyrir. „Takk fyrir þetta Mikki gerði það frekar erfitt fyrir mig að liggja á koddann….“ skrifar þingkonan.

Auglýsing

Nichole ræddi við Kvennablaðið fyrir kosningar og sagði sínar áherslur vera „að tala í þágu þess minnihlutahóps sem ég tilheyri, innflytjenda, en einnig kvenna, barna, ungmenna og leikskólakennara. Ég vil þjóna fólki hér á landi af einlægni og sanngirni með réttlæti að leiðarljósi.“ Þá sagði hún að staða stjórnmálasiðferðis vera afar bágborna hér á landi. „Því miður höfum við séð allt of mikinn skort á siðferði í stjórnmálum í tengslum við núverandi ríkisstjórn. Hins vegar vil ég taka fram að mín upplifun í  sveitastjórn eru að þar eru heiðarleiki og siðferði haft að leiðarljósi. Við skulum rétt vona að næsta ríkisstjórn muni bjóða okkur upp á siðbót.“

Spurð um hvers vegna hún teldi leka Panamaskjalanna hafa vakið svo mikla athygli og reiði almennings. „Því að það er allt of mikið mismunun í veröldinni og við komu Internetsins erum við stöðugt upplýst um nýjar leiðir til þess að auka bilið á milli “haves and have nots”. Við erum fullmeðvituð um það að til eru svikarar og fólk sem vill ráðskast með fjármála- og skattkerfið til þess að verja sína stöðu í samfélaginu og persónulegan auð. Fólk er þreytt á slíkum fréttum, fólk vill heiðarleika og gagnsæi. Traustið er aftur og aftur rifið af okkur. Mér finnst við mega bregðast illa við slíkum fréttum. Við höfum rétt á jafnvel og jafnvel berum þá skyldu krefjast þess af þeim sem stjórna landið (okkar eða annars staða í heimurinn)  að vera heiðarleg, að gæta almannahagsmuna og alls ekki ljúga og misbeita vald sem þau hafa á móti okkur.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283