Kristján Frímann skrifar um hljómplötur, myndir KFK:
Skrýtið hvernig sum ár sitja fastar í manni en önnur, og þá er ég ekki að tala um einstaka atburði, heldur árið sem heild. Reyndar er minnið ekki allra besti vinur manns en ég reyni samt að stóla á það og minnist þess að árið 1977 var um margt, merkilegt ár í mínu lífi og allra þeirra sem gerðu það eftirminnilegt.
Ég man til dæmis langar og skemmtilegar stundir í Hljóðrita í Hafnarfirði þegar upptökur á plötunni „Á bleikum náttkjólum“ með Megasi og Spilverkinu fór fram. Einnig man ég þegar platan „Í gegnum tíðina“ með hljómsveitinni Mannakorn var tekin upp í sama stúdíói meðan myrkrið grúfði yfir öllu og þá var vakað fram eftir. Þessar minningar vekja allar gleði og hlýju en þeim sorglegu reynir maður að ýta frá sér út í tómið og eilífðarkuldann. Átrúnaðargoð mitt meðal söngvara kvaddi þetta líf haustið 1977, konungurinn sjálfur dó. Hvort sem það var „Love me Tender“ eða „In the Ghetto“, fylgdi þessi ódauðlega rödd mér í svefni sem vöku og gerir enn.
Fyrsta platan með Talking Heads kom út á þessu ári og hún var frumleg, skemmtileg og rokkuð. Þá komu líka út meistaraverkin „Heroes“ og „Low“ með David Bowie. Gamli rafvirkinn Brian Eno úr Roxy Music gaf út plötuna „Before and after Science“ og fleiri rafmagnaðir gaurar sendu frá sér strauma árið 1977 eins og kallarnir í Kraftwerk með „Trans Europa Express“. Svo kynntist ég hinum hægláta og fágaða tónlistarmanni Randy Newman sem gaf út sólóplötuna „Little Crimenals“ á þessu merka ári. Randy átti síðar farsælan feril sem kvikmyndatónskáld. Margar fleiri plötur eru eftirminnilegar frá þessu ári en hér læt ég staðar numið við fimmtu plötu hljómsveitarinnar Supertramp með sitt hljóðláta en stóra nafn „Even in the Quietest Moments…“

Hlustað á Supertramp
Flækingurinn
Það var vinur minn til margra ára, Jón Ernst Ingólfsson sem kynnti mig fyrir Supertramp árið 1977, þegar hann hringdi einn fimmtudaginn og bauð okkur í mat:
-Sæll, þekkir þú Supertramp?
Nei, svaraði ég og hugsaði um leið hvað þetta væri skrýtið nafn á hljómsveit.
-Þú verður að kynnast Supertramp, komið þið ekki í mat á morgun og svo hlustum við á Supertramp?
Ég jánkaði því og við kvöddumst. Supertramp, þetta nafn hafði ég aldrei heyrt fyrr og fannst það ferlega skrýtið, en Jón fór stundum furðulegar leiðir í vali á tónlist þó þær leiðir reyndust yfirleitt ókei, svo ég var frekar rólegur en skeptískur í garð Supertramp.
Eftir dásamlegan mat sem Dagný framreiddi af sinni alkunnu snilld með aðstoð bóndans var gengið til betri stofu og platan sett á fóninn. Jón átti forláta Pioneer græjur sem hæfðu hljómleikahöll, algjörar dúndurgræjur. Platan byrjaði á einhverju væli um ástina og ég byrjaði strax í huganum að rífa plötuna niður á lágt plan, en þagði um það og hlustaði áfram.
Í þriðja laginu „sá“ ég hvað „sándið“ var geðveikt og platan öðruvísi en allt sem ég þekkti. Þegar síðasti tónn plötunar dó út og Jón leit á mig spyrjandi augum, sagði ég; „Hlustum aftur“.

Í sól og sumaryl
Þríeykið
Breska hljómsveitin Supertramp hafði verið iðin við kolann og var búin að gefa út fjórar plötur áður en ég hafði grænan grun um tilvist hennar, sem var svo sem ekkert skrýtið því fram að plötunni „Crisis! What Crisis“ var hljótt um hljómsveitina og hún fékk litla sem enga umföllun í fjölmiðlum og var ekki hátt skrifuð hjá gagnrýnendum. Vinsældir hennar voru einskorðaðar við þröngan hóp dyggra aðdáenda en sá hópur stækkaði smám saman og athygli fjölmiðla vaknaði með plötunni „Crisis! What Crisis!“ árið 1975. Supertramp tók svo flugið með plötunni „Even In The Quietest Moments“ og lagði undir sig heiminn með „Breakfast In America“ árið 1979 með lögum eins og „Take the Long Way Home“ og „The Logical Song“.
Nafn hljómsveitarinnar Supertramp kemur frá velska rithöfundinum og landshornaflakkaranum William Henry Davies (1871-1940) og sjálfsæfisögu hans „The Autobiography of a Super-Tramp“. Supertramp er enn starfandi undir nafni án Roger Hodgson sem rær einn.

Supertramp 1977
Förumenn
Í mars 1977 hitti Ritchie Yorke blaðamaður tímaritsins „Cheap Thrills“ þá félaga í Studio C í hinu fræga Record Plant Stúdíó í Los Angeles þar sem þeir voru að leggja síðustu hönd á plötuna „Even In The Quietest Moments…“. Þetta stúdíó er þekkt fyrir frægar upptökur eins og til dæmis á laginu „Hotel California með hljómsveitinni Eagles.
Platan var ekki að öllu leyti tilbúin en kynningarhæf og þetta var í fyrsta sinn sem blaðamanni var hleypt inn í hljóðver hjá Supertramp þegar vinnsla plötu var enn í gangi og heiður að fá tækifæri til að kynnast ferlinu.
Eftir smá spjall um landsins gagn og nauðsynjar biður blaðamaður þá að renna snöggvast yfir lögin.
„Rick: The opening cut, GIVE A LITTLE BIT is one of Roger’s songs. It’s a light-weight opener, a nice daffy song. You might even call it commercial (chuckles).
Roger: GIVE A LITTLE BIT is very simple. The album starts out simply and builds in intensity. This song seemed the best opener. As I said, it’s a very simple song – give a little bit of your love to me and I’ll give a little of my love to you.”
Svo kemur LOVER BOY?
„Bob: Rick had been working on that tune for quite a while and finally came up with the long middle section. I just heard that as a really slow, really solid sort of beat, just to give the song dynamics underneath it all, because the song itself is really powerful and it needed something really solid underneath it.”
Rick: Well, now, this is the first time that I’ve had to provide a description of LOVER BOY. Well I really wrote the song so I could tell interviewers what I wrote the song about. It was inspired by advertisements in men’s magazines telling you how to pick up women. You know, you send away for it and it’s guaranteed not to fail. If you haven’t slept with at least five women in two weeks, you can get your money back. It’s sort of based around that. I mean, you just can’t stop the LOVER BOY! It’s really an excuse to get into some big sounds – the big city noises and a big chorus. It’s an exercise in doing something with the music. You can’t stop the LOVER BOY because he’s guaranteed. He’s sent away for his thing.”
Þá er það lagið DOWNSTREAM
„Bob: It’s my favourite song on the entire album because it’s so personal and so pure. I love it when Rick just works with piano. What the song is saying and the way he puts it out really floors me every time I hear it.
Roger: DOWNSTREAM is of course a love song by Rick. He’s just got married so the song’s probably about his wife.“
Og svo er það titillagið EVEN IN THE QUIETEST MOMENTS
„Bob: QUIETEST MOMENTS is one of Roger’s pet projects I think. It’s also been on the way for quite a while. That track gave me a chance to knock out a pretty meaty beat through the middle section while keeping the rest of it rather gentle. I stayed out of the way in the rest of it – just adding little things here and there.
Rick: It has two basic parts. It starts off in a very standard melody thing and then it notches onto a sort of one chord progression or perhaps we should call it digression. It’s a thing where there’s hundreds of sounds coming in and going out, a whole collage thing. You’ll have lots of fun trying to figure out what’s what.“
Þá er fyrri hliðin komin og við snúum plötunni við.
„John: BABAJI is one of the people who is supposed to help run the earth, to run this planet we’re living on. He’s one of the big mystics. It’s one of Roger’s songs.
Bob: BABAJI is like Roger’s light of life. I don’t know exactly how Roger would put it but he’s Roger’s guiding light sort of guy. Roger came up with the different bits of time I play. That cut took the longest to work the drums out for – it was crucial just where I played what, whether that trip should be on high hat or on the bell. It all had to be right in the right spots. I had to make the moves in the right place.“
Og lagið FROM NOW ON?
„Rick: I’m just finishing off the lyrics for that tune, words hot from the brainbox. It’s turned into a fantasy about a Mr. Average, if there is such a person, who goes off into these weird trips. He plays mental games with himself to get away from the monotony of his work. He pretends he’s on TV, like a pirate or running through the desert, and he just opens up a lot of avenues. There’s a big chorus at the end saying that he’s going to live in fantasy forever, that he’s resigned to living in fantasy all the time, that he can’t really take the normal life he’s leading. He’d sooner by lots of different characters.
Bob: That’s another of Rick’s older songs. I’ve always enjoyed it and I just love playing it. It really suits my style and I had a chance to open up a little towards the end of it. I love John’s sax trip in the tail of the tune.“
Síðast er svo hið langa, næstum tólf mínútna langa lag sem hét upphalega „The String Machine Epic“ og er sinfónía af hljóðum, tali og tónum þar sem heyra má brot úr frægri ræðu Winston Churchill foræstisráðherra Breta í þingsal árið 1940. Þá heyrist blik af „Venus“ eftir Gustav Holtz og Bítlarnir koma þarna í laginu „Fool on the Hill“ en svo tekur lagið „Fools Overture“ flugið á eigin vegum.

Fjallasýn
A og B
Platan er unnin í hljóðveri og kom út 1977
- Give A Little Bit (4:07)
- Lover Boy (6:49)
- Even In The Quietest Moment (6:39)
- Downstream (4:00)
- Babaji (4:49)
- From Now On (6:10)
- Fool’s Overture (10:51)
Lengd 43:25

Brotið bak
Listafólk
Tónlistarmenn:
– Roger Hodgson / guitars, keyboards, lead vocals (1,3,5,7)
– Rick Davies / keyboards, lead vocals (2,4,6)
– John Anthony Helliwell / saxophones, clarinet, melodica (6), backing vocals
– Dougie Thomson / bass
– Bob Siebenberg / drums, percussion
Ásamt:
– Gary Mielke / Oberheim programming
– Michel Colombier / orchestral co-arranger
Stjórn upptöku: Supertramp
Upptökustúdíó: Caribou Ranch, Nederland, CO & Record Plant, Los Angeles, CA
Desember 1976 – Janúar 1977
Umslag: Mike Doud og Bob Seideman
LP A&M Records – AMLK 64634 (1977, UK)

Nótur og texti lagsins „Even In The Quietest Moments…“
Lag og texti
Lögin á plötunni eru aðeins sjö að tölu enda löng miðað við hefðbundna staðla. Þau fjalla um ástina og lífið og eru sum létt og ljúf meðan önnur hafa þyngri tón sem spyr og leitar svara við gátum lífsins.
Í síðasta laginu „Fool´s Overture“ erum við spurð spurninga um veru okkar hér og hvort spámenn eða trúarleiðtogar hafi greitt veginn okkur til góðs eða hvort við höfum látið boðin sem vind um eyru þjóta og sveimað ómeðvitað í átt að feigðarósi.
Fool´s Overture
History recalls how great the fall can be
While everybody’s sleeping, the boats put out to sea
Borne on the wings of time
It seemed the answers were so easy to find
„To late, “ the prophets (profits) cry
The island’s sinking, let’s take to the sky
Called the man a fool, striped him of his pride
Everyone was laughing up until the day he died
And though the wound went deep
Still he’s calling us out of our sleep
My friends, we’re not alone
He waits in silence to lead us all home
So tell me that you find it hard to grow
Well I know, I know, I know
And you tell me that you’ve many seeds to sow
Well I know, I know, I know
Can you hear what I’m saying
Can you see the parts that I’m playing
„Holy Man, Rocker Man, Come on Queenie,
Joker Man, Spider Man, Blue Eyed Meanie“
So you found your solution
What will be your last contribution?
„Live it up, rip it up, why so lazy?
Give it out, dish it out, let’s go crazy,
Yeah!“
Written by Richard Davies, Roger Hodgson • Copyright © Universal Music Publishing Group
Fools Overture – https://www.youtube.com/watch?v=nBefDWSMNaQ

Klár í útileguna
Tenglar:
Platan – Lög:
Give a little bit – https://www.youtube.com/watch?v=CdTrqV6dt3o&list=PLvHXfAK0Y6gCbbiv3PbMqfkE3XN3vqsf0
Even in the Quietest Moments, Roger Hodgson (formerly of Supertramp) – https://www.youtube.com/watch?v=HMVBCE468Cc&index=2&list=PLvHXfAK0Y6gCbbiv3PbMqfkE3XN3vqsf0
Babaji – https://www.youtube.com/watch?v=glWGN5mTWuM&index=4&list=PLvHXfAK0Y6gCbbiv3PbMqfkE3XN3vqsf0
Roger Hodgson (Supertramp) : Fool’s Overture 1977-2017, Cover : Michel Fructus, piano – https://www.youtube.com/user/MichelFructus
Heimasíða – http://supertramp.com/
Á Wikipedia – https://en.wikipedia.org/wiki/Supertramp
Nokkur lög – http://ultimateclassicrock.com/supertramp-songs/
Lög af plötunum Crisis what Crisis? Og Breakfast in America
Logical Song – Written and Composed by Roger Hodgson – https://www.youtube.com/watch?v=OQfjIw3mivc
Take the Long Way Home – Roger Hodgson – https://www.youtube.com/watch?v=YLP0y-X4uYs
Goodbye Stranger – 1979 – https://www.youtube.com/watch?v=oiWmVc85LOs
Breakfast in America“ Written & Composed by Roger Hodgson – https://www.youtube.com/watch?v=tODaH_fGtMY
Amazon – https://www.amazon.com/gp/product/B000068FXX/ref=pe_941450_228672210_em_1p_0_im
Viðtal við Roger Hodgson – https://www.youtube.com/watch?v=OQX8ZhR9WnM