Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Forseti Alþingis fundar með forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings

$
0
0

Fréttatilkynning frá skrifstofu Alþingis

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Paul Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

Í samtali þeirra lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, þar með talið þingmannasamskipti. Lýsti hún áhyggjum af minnkandi trausti almennings í Evrópu og víðar um heim á Bandaríkjunum, eins og nýleg alþjóðleg könnun sýnir. Sagði hún mikilvægt að Bandaríkin gegndu áfram forystuhlutverki sínu af ábyrgð og festu. Þá ræddu þingforsetarnir málefni norðurslóða og samvinnu á þeim vettvangi í ljósi aukins áhuga á svæðinu, en í síðustu viku hélt Hringborð norðurslóða undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, fjölmenna Arctic Circle Forum ráðstefnu í Washington.

 

Þingforsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja eru í vinnuheimsókn í Bandaríkjunum, 27.–28. júní 2017.

Ljósmyndin er af þingforsetum og forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Ljósmyndari: Tomas Enqvist


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283