Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Örfá orð um skattlagningu á erfingja Halldórs Laxness

$
0
0

Varla er til sá listamaður sem ekki þekkir af eigin raun hve erfitt getur reynst að koma slíkri vinnu í verð.  Sá sem getur lifað af listsköpun telst heppinn; það er ekki hægt að slá því föstu að hæfileikar og dugnaður dugi til. Þetta á við um flestar ef ekki allar greinar lista.

Samfélög þrífast ekki án listsköpunar en samt sem áður er list ekki mikils metin nema listamaðurinn hafi náð því að verða átrúnaðargoð. Margir sjá ofsjónum yfir hverri ruðu sem listamönnum er rétt, hver sá sem reynir að lifa af list sinni þykir ofalinn ef hann nær meðaltekjum. Það skýtur því skökku við að listamaður hefur tekjur undir fátæktarmörkum hlýtur skýringin að vera sú að hann svíki undan skatti. Listamenn hljóti að vera ríkir.

Það er ekki bara Jói á bolnum sem afhjúpar þetta hugarfar á kommentakerfum. Skattayfirvöld eru staðráðin í því að sjúga hverja krónu sem mögulegt er af erfingjum Nóbelsskáldsins með því að meta óseljanlega eign á litlar 28 milljónir.

Ef verk Halldórs skila tekjum er að sjálfsögðu greiddur skattur af þeim tekjum. Þetta er því tvísköttun. Mat sýslumanns, sem yfirskattanefnd staðfestir, byggir ekki á lögum og verður ekki betur séð en að það stríði gegn ákvæðum 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þeim má ekki leggja neina skatta á borgarana nema með heimild í lögum og ekki má fela stjórnvöldum að leggja á skatta sem ekki er lagaheimild fyrir. Áhugavert hefði verið að sjá mat dómstóla á þessari skattlagningu og því miður hafa erfingjar Halldórs Laxness fengið nóg af því að standa í stríði við skattayfirvöld og hafa ákveðið að gefast upp og una mati sýslumanns.

 

Myndin er af Gljúfrasteini og er fengin af Wikimedia

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283