Ellen Calmon, formaður ÖBÍ skrifar
Í 1. maí göngunni í ár hefur Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) ákveðið að setja baráttuna um fordómalaust samfélag – betra samfélag fyrir alla á oddinn. ÖBÍ nýtir sér jákvæða tóna sem eru í Eurovisionlagi Pollapönkaranna þar sem í textanum segir; „Burt með fordóma“.
Fordómalaust samfélag hlýtur að vera samfélag mannréttinda og velferðar þar sem fólk nýtur skilnings og stuðnings á alla vegu.
Gönguhópurinn verður litríkur þetta árið því göngufólkinu verður gefið „buff“ með áletrun og marglitum táknmyndum. Myndirnar vísa til fjölbreytileika samfélagsins og minna á að fólk er allskonar, þar á meðal fatlað fólk.
Áletrunin á buffinu segir „Burt með fordóma“ og „Betra samfélag“.
Safnast verður saman á bílaplani við Arionbanka við Hlemm klukkan 13.00, þar verður einnig hafin útdeiling á „buffum“.
Gangan hefst kl.13.30 og fer niður Laugaveginn að Ingólfstorgi, þar sem formleg dagskrá hefst kl. 14.10. Þeir sem viljastytta sér leið geta hist við klukkuna á Lækjartorgi um kl.13.45 og slegist í hópinn þegar hann nálgast.
Bifhjólasamband lýðveldisins Sniglarnir munu meðal annarra bera „buff ÖBÍ bæði í Reykjavík og á Akureyri, en þeir keyra niður Laugaveg kl.12.00 og verða á Korputorgi á Akureyri kl. 13.00.
Gerum daginn góðan og fáum fjölskyldu og vini til þátttöku.
Saman erum við sterkari!