Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Kæru afskiptalausu feður(og mæður)

$
0
0

Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar.

MYNG ÓGG

Hlédís Sveinsdóttir birti á dögunum opið bréf til afskiptalausra feðra sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Bréfið er skrifað af því tilefni að í þrjú ár hefur Hlédís verið í sporum þeirra mæðra sem hafa eignast barn með karlmanni sem kærir sig ekki um börn sín. Hlédís á þriggja ára stúlku, sem hún elur upp án afskipta föður.

Í viðtali við Hlédísi í Fréttablaðinu 26. apríl greinir hún frá að hún hafi fengið mikil viðbrögð við bréfinu.

Hún segir: Ég held að þetta sé í alvörunni tabú sem samfélagið þarf að takast á við. Málið snertir alveg innsta þráðinn hjá svo mörgum og það er erfitt að tala um þetta.“

Undirritaður er sammála Hlédísi um alvarleika málsins sem ég þekki vel til í gegnum starf mitt sem ráðgjafi. Ég vona að umræðan sem Hlédís hóf fái afskiptarlausa feður (og mæður) til að endurskoða afstöðu sína til barna sinna.

Það að feður vanræki barn sitt á þennan hátt er alvarlegt brot á réttindum barnsins því samkvæmt barnalögum á hvert barn þann rétt að þekkja og umgangast báða foreldra sína.

Barn á rétt á að þekkja báða foreldra sína

Rannsóknin ACE sem unnin var af Vince Felitti sýnir að barn sem á föður sem er látinn, líður betur og á auðveldar með að sætta sig við og lifa við föðurmissi heldur en það barn sem á afskiptalausan föður á lífi.

Karlmaður sem vill ekki eignast börn getur fyrirbyggt það með einfaldri ófrjósemisaðgerð og þar með sýnt fulla ábyrgð.

Hvað afskiptalausa feður snertir þá hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á að heilbrigð tengsl feðra við börn sín hafa jákvæð áhrif á heilsu feðranna sjálfra. Þetta birtist m.a. í lengri æfi og að þeir fá síður alvarlega sjúkdóma. Um þetta vitnar Ingólfur V. Gíslason lektor í félagsfræði á sviði karlafræða og einn helsti rannsakandi landsins í málefnum feðra.

Foreldrar afskiptalauss föðurs gætu haft áhrif á syni sína til að breyta rétt. Þau gætu bent honum á að ef þau sem foreldrar hefðu verið afskiptalaus gagnvart honum ætti hann að öllum líkindum erfiðara líf. Börn sem alast upp hjá vandalausum eiga oftar en ekki erfitt uppdráttar einnig þegar þau verða fullorðin þó slíkt sé auðvitað ekki algilt.

Það er baráttumál að fleiri íslensk börn fái að njóta tengsla við föður sinn og það baráttumál þarf víðtækan stuðning.

Stuðning karlmanna.

Ef málefni afskiptalausra barna fengju jafn mikla athygli og ensku fótboltaliðin fá vikulega á Íslandi gætum við séð breytingar til batnaðar. Ég kalla eftir stuðningi íslenskra karlmanna og áðdáendaklúbba einhvers af toppliðunum í enska boltanum til að tryggja réttindi barna til að umgangast börnin sín. Karlar og þar með feður, eru oft í miklum meirihluta þessara aðdáendaklúbba og eiga því auðvelt með að gera málefnið að sínu hjartans viðfangsefni!

Karlmenn þurfa að sýna samstöðu útávið með því að tala fyrir því að karlmenn sinni ábyrgðarskyldum sínum gagnvart þeim börnum sem þeir eignast!

Verum ábyrgir feður og synir!

Ólafur Grétar Gunnarsson
fjölskyldu- og hjónaráðgjafi

Ólafur hefur komið að forvarnarverkefni þar sem unglingar í grunnskólum fá innsýn í ábyrgð foreldrahlutverksins. Ólafur heldur ásamt öðrum námskeið fyrir barnshafandi pör sem hjálpa þeim að styrkja tengslin sín á milli. Upplýsingum og fræðslu til ungra para hvað snertir ábyrgð foreldrahlutverksins er mjög ábótavant og eru því námskeið af þessu tagi tilvalin fyrir fólk sem hyggur á barneignir og sambúð.

Ljósmynd eftir Vastateparkstaff


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283