Hugbúnaðarsérfræðingurinn James Dolan lést á dögunum og er sagður hafa fallið fyrir eigin hendi. Dolan var 36 ára. Hann er einn þeirra sem stýrðu þróun hugbúnaðarlausnar WikiLeaks, SecureDrop, sem ætlað er að tryggja nafnleysi uppljóstrara og gera sendingar gagna til fjölmiðla örugga fyrir eftirliti.
SecureDrop væri ekki til án Dolans
Fjöldi blaðamanna og fjölmiðla nota í dag þennan hugbúnað, sem er ekki bundinn WikiLeaks heldur viðhaldið af stofnuninni Freedom of the Press Foundation. Á meðal fjölmiðla sem nýta kerfið til samskipta við uppljóstrara má nefna tímaritið New Yorker, vefmiðilinn The Intercept, og dagblöðin The Guardian og The Washington Post.
Í bloggfærslu Trevors Timm, stjórnanda Freedom of The Press Foundation, á vefsíðu samtakanna, segir hann Aron Schwartz og Dolan hafa unnið saman að frumgerð hugbúnaðarins. Hann segir að kerfið væri ekki til í núverandi mynd ef ekki væri fyrir starf Dolans.
Tveir höfundar SecureDrop fallnir frá
Í tilkynningu um andlátið setur WikiLeaks það í samhengi við sjálfsvíg Schwartz árið 2013, sem þá var 26 ára gamall. Andlát hans vakti mikla athygli, enda var hann þekktur sem aðgerðasinni og afar virtur meðal kollega sinna. Árið 2011 var Schwartz ákærður fyrir að niðurhala ritrýndum vísindagreinum af neti MIT háskóla, án heimilda. Fjölmargir líta svo á að ákærurnar og ferli sem jafnað er við ofsóknir yfirvalda gegn honum, hafi dregið hann til dauða.
Second developer of WikiLeaks inspired submission system "SecureDrop", security expert James Dolan, aged 36, has tragically died. He is said to have committed suicide. The first, Aaron Swartz, is said to have taken his own life at age 26, after being persecuted by US prosecutors.
— WikiLeaks (@wikileaks) January 9, 2018