Með samfélagsábyrgð að leiðarljósi hefur Ígló&Indí gengið til samstarfs við The Enza Women Social Enterprice. Ígló&Indí mun stuðla að sjálfbærri þróun og eflingu Enza kvenna með hönnun og kennslu á endurnýtingu gamals fatnaðar. Fatnaðurinn gengur svo í endurnýjun lífdaga í formi fallegra nytjamuna fyrir börn sem seldur er í verslun Ígló&Indí Kringlunni og vefverslun. Hér er um afar spennandi nýsköpun að ræða, því samhliða ávinningi um að láta gott af sér leiða, er markmið Ígló&Indí með samstarfinu ekki hvað síst að vera leiðandi í þróa vöru sem er allt í senn; samfélagslega ábyrg, arðbær og umhverfisvæn. Ígló&Indí gefur alla hönnunarvinnu og ráðgjöf til Enza.
Íslensk/suður-afrísku hjálparsamtökin Enza empowering women voru stofnuð af Ruth Gylfadóttur árið 2008. Starfsemi samtakanna fer fram í Mbkweni fátækrahverfinu, 50 km norður af Höfðaborg í Suður Afríku. Nafn samtakanna; “Enza”, hefur jákvæða tilvísum og merkir að framkvæma eða gera á Zulu og Xhosa, sem er móðurmál meirihluta landsmanna. Enza er NGO og NPO og er með starfandi stjórnir á Íslandi, í Suður-Afríku og í Bretlandi. Styrkir til Enza veita fyrirtækjum skattafrádrátt bæði í Bretlandi og í Suður-Afríku.
Markmið Enza er að veita konum í fátækrahverfum Suður-Afríku, brautargengi í rekstri eigin smáfyrirtækja, með atvinnuskapandi verkefnum og sjálfbærni að leiðarljósi og auka þannig valdeflingu og fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Enza leitast ekki við að breyta samfélaginu sem konurnar búa í, heldur einbeitir sér að því að fá Enza konur til að spyrja sig hvernig þær geti breytt eigin lífi við þær aðstæður sem þær búa við.
Ein fallegu Enza kvennanna heitir Vanessa og er 3ja barna móðir. Venessa leiðir hópinn sem sem býr til skartið fyrir Ígló&Indí. Rut Gylfadóttir stofnandi Enza sagði okkur frá henni. “Við Vanessa hittumst í fyrsta sinn árið 2010, þegar hún stoppaði mig á götu og til að betla. Ég hvatti hana til að koma í Enza, en hana skorti kjark til þess fyrst um sinn. Á endanum lét hún tilleiðast og lét sig hafa það að stíga inn fyrir þröskuldinn í fræðslumiðstöð ENZA. Hún byrjaði fyrst á 6 mánaða EDP (Entrepreneurial and Handcraft Development Project), hún fór líka í tölvunámið okkar, og svo syngur hún í Enza kórnum”.
Það er skemmst frá því að segja Vanessa varð fljótlega stjörnunemandi og fékk hæstu einkunn bæði í tölvuprófinu og lífsleikni prófinu. Vanessa hefur mikin áhuga á að stofna sitt eigið fyrirtæki og er komin með smá reynslu því hún selur fatnað í hverfinu sínu í gegnum Clothing Bank sem eru samstarfssamtök okkar. Í síðustu viku kom Vanessa til mín og spurði mig útí hvaða prufur þetta væru, ég sagði henni þá frá Ígló&Indí og fyrirhuguðu samstarfi Enza við ykkur. Hún fór öll á flug og sagðst vera „very, very interested“. Nú erum við búnar að ákveða að Vanessa muni leiða hóp 10 kvenna sem munu búa til skartið fyrir ykkur. Ekki amarlegt að geta búið til störf fyrir 10 atvinnulausar, fátækar Enza konur á einu bretti!”
Kvennablaðið er mjög stolt af framtaki Ígló&Indí og hvetur lesendur til að versla í jólapakkann í búðinni hjá þeim! Skartgripirnir og aðrar dásemdir Ígló&Indí eru til sölu í verlsun þeirra í Kringlunni, við Blómatorgið og vefverslun HÉR!
Sjáið hvað skartið er fallegt við dásamlegan kjól Igló&Indí!