Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Að muna eða muna ekki

$
0
0

 

Þótt við vitum ýmislegt um heilann höfum við ekki hugmynd um það hvernig hann rækir grundvallarskyldur sínar eins og að búa til meðvitund, hugsun og tilfinningar eða minni. Hvar verður minnið til og hvernig. Geymum við minnið í einhverju áþreifanlegu eins og eggjahvítuefni eða kjarnsýrum eða í tengingum milli taugafrumna og breytingum á þeim eða í kokteili af þessu og ýmsu öðru? Við vitum þetta einfaldlega ekki, alls ekki. Þess vegna þótti mér það með ólíkindum þegar ég horfði á viðtal í ríkissjónvarpinu fyrir tveimur vikum við amerískan Bör Börson sem sagði íslenskri þjóð að hann hefði grætt örflögu í heilann á hópi manna og með því bætt minni þeirra. Honum láðist að geta þess hvernig honum tókst að mynda samband milli örflögunnar og þess sem við höfum ekki hugmynd um hvað er. Fjölmiðlar um allan heim flyttu af því fréttir ef einhverjum tækist það sem Bör Börson sagðist hafa gert og uppgötvunin yrði birt í bestu vísindatímaritum eins og Nature eða Science. Það kom hins vegar í ljós þegar ég kannaði málið að hann hafði birt um þetta grein í tíunda flokks tímariti sem var svo óöguð og gölluð að fátt í henni stóðst athugun og ekkert í henni benti til þess að hann hefði aukið skilning á nokkrum sköpuðum hlut og síst af öllu á minni. Fréttastofu Rúv fannst hins vegar fásögn hans mjög merkileg að algjörlega óathugðu máli og leyfði honum að rausa um lengri tíma. Hún er flínk við að verða sjálfri sér til skammar fréttastofan sú.

Það er því vonlaust að reikna með því að við getum grætt örflögur í heila nýkjörinna alþingismanna til þess að hjálpa þeim við að muna hvað þeir sögðu og lofuðu fyrir kosningar. Það eina sem við getum gert er að minna þá á sem er sjaldan árangursrík aðferð við að hressa upp á minni og aldrei þegar stjórnmálamenn eiga í hlut. Það má kannski leiða að því rök að það sé óheyrileg frekja að ætlast til þess að stjórnmálamenn breyti eftir kosningar í samræmi við það sem þeir sögðu og lofuðu fyrir kosningar. Þeir hafa stjórnarskrárvarinn rétt til þess að vera þeir sjálfir eins og þeir eru á hverju augnabliki og ósanngjarnt að ætlast til þess að þeir séu frosnir í einhverjum fyrirkosningatíma. Það er líka þeirra réttur að þroskast og finna sinn rétta stað í tilverunni og stundum hafa menn ekki fundið hann fyrir kosningar. Og það er fátt skemmtilegra en að sjá menn finna sinn stað og blómstra sem aldrei fyrr.

Myndskreyting: Kristján Frímann Kristjánsson

Gott dæmi um mann sem fann sinn stað eftir merkilegar kosningar er Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti lýðveldisins. Fyrir forsetakosningarnar 1996 var hann svona heldur púkalegur hægri kommi. Eftir kosningarnar var hann orðinn yfirstéttarmaður, jarlinn að Bessastöðum og hann geislaði af ánægju og öryggi og geystist um heiminn að útbýtta visku sinni til annarra þjóða með bros á vör og ótal lokka í fögru hári. Hann umgekkst fína fólkið jafnt heima sem heiman og endaði á því að kvænast geðþekkri demantaprinsessu frá Englandi. Það var enginn möguleiki að koma auga á tengslin milli Ólafs Ragnar Grímssonar forseta og hinnar fátæku alþýðu sem kaus Ólaf Ragnar Grímsson til Alþingis. Þrátt fyrir að kommafroskurinn hafi umbreyst í yfirstéttarprins eða kannski þess vegna reyndist hann okkur um margt góður forseti. Hann bjargaði okkur til dæmis frá IceSave og áramótaræður hans tóku allar enda og enginn dó af þeim nema ef vera skildi einstaka von um að hann léti sér einhvern tíma einlægt orð um munn fara. Hann var glæsilegur fulltrúi íslenskrar þjóðar í alheimsaðlinum. Þeir gerast einfaldleg ekki betri. Yfirstéttarmaðurinn fór Ólafi Ragnari miklu betur en komminn, hann var klæðskerasniðinn á hann og ég er vissum að hann þjónaði okkur miklu betur í því hlutverki en hinu. Menn eiga að vera þeir menn sem eru þeim eiginlegir.

Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir

Annað dæmi um stjórnmálamann sem eftir kosningar er búin að finna sinn rétta stað er Katrín Jakobsdóttir. Fyrir kosningarnar í nóvember talaði hún um þá sem minna mega sín í íslensku samfélagi og fátækt og heilbrigðiskerfið og réttlæti og var nokkuð hávær sósíalisti. Og hún var dálítið þreytuleg og hefði alveg eins getað verið einstæð móðir að berjast í bökkum. Nú er hún forsætisráðherra og geislar af friðsamlegu öryggi og hógværð og lætur eins og sultardropinn sé ekki til enda er hann hvorki smart né gáfulegur. Hann er satt að segja dálítið óaðlaðandi eins og handhafar nefjanna sem hann drýpur úr og hafa hvorki tíma né sálarró til þess að lesa bækur. Þessi glæsilegi forsætisráðherra talar nú um loftslagsmálin og segist ætla að koma þeim í lag hjá okkur á undan öðrum þjóðum. Það er myndarlegt og í samræmi við vilja velmenntaðs háskólafólks um allan heim. Þa%B


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283