Nú stendur yfir sýning Bjarna Þórarinssonar,Þróunarvíðrófið,í Týsgallerí við Týsgötu 3, 101 Rvk.
Bjarna þarf vart að kynna en hann hefur verið starfandi listamaður frá því að hann útskrifaðist frá Nýlistadeild Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1977 og hefur verið virkur þátttakandi í myndlistarlífinu æ síðan.
Bjarni var einn af stofnendum Gallerís Suðurgötu 7 sem var mikilvæg miðstöð í þróun framlínumyndlistar á Íslandi og einn af stofnfélögum Nýlistasafnsins 1978.
Þróunarvíðrófið er kerfi sem Bjarni teiknar upp í formi vísirósa og verða fyrstu níu af tuttugu og fimm til sýnis í Týsgalleríi. Þær bera yfirskriftina: Afl, Andi, Eðli, Form, Gangur, Geð, Háttur og Hugur.
Sýningin stendur til 8. júní og er galleríið opið frá 13-17 miðvikudaga til sunnudags.