Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Lifðu betur – sjálfshjálparnámskeið á netinu til að bæta líðan og auka lífsgæði

$
0
0

Lifðu betur er fyrirtæki sem hefur það að meginmarkmiði að auka aðgengi fólks að gagnreyndum aðferðum til að bæta líðan og lífsgæði með hjálp nútímatækni.  Fyrsta verkefni Lifðu betur er sjálfshjálparnámskeið sem fer alfarið fram á netinu. 

Fyrirtækið er stofnað af æskuvinunum Orra Smárasyni, sálfræðingi og Sigurði Ólafssyni, ráðgjafa í samstarfi við eiginkonur þeirra, Guðnýju Einarsdóttur, hjúkrunarfræðing og Jónu Árný Þórðardóttur, endurskoðanda. 

Hugmyndin að námskeiðinu kviknaði þegar Orri hafði um nokkurt skeið verið eini klíníski sálfræðingurinn búsettur og starfandi á Austurlandi. Eftirspurn eftir geðheilbrigðisþjónustu var ekki eingöngu mun meiri en hægt var að mæta á þeim tíma heldur spiluðu umhverfi og aðstæður á Austurlandi einnig stórt hlutverk. Hugmyndin mótast við þessar aðstæður en þróast með tímanum í að verða að námskeiði sem nýtist allri þjóðinni óháð búsetu. 

Orri starfar nú sem klínískur sálfræðingur á Barna og unglingageðdeild (BUGL) og við rannsóknir og kennslu í Háskóla Íslands, en Sigurður er enn búsettur á Austurlandi þar sem hann starfar sem mannauðsráðgjafi og verkefnastjóri, auk þess sitja í bæjarstjórn Fjarðabyggðar og er einnig að útskrifast úr námi í fjölskyldumeðferð við Endurmenntun Háskóla Íslands. Þeir félagar deila einlægum áhuga á því að hjálpa fólki að bæta andlega heilsu og upplifa meiri tilgang í lífinu. Þeir hafa líka brallað ýmislegt saman svo sem að spila saman í þungarokks- og pönkhljómsveitunum Urð og Vinny Vamos. 

Lifðu betur netnámskeiðið byggir á nálgun sem nefnist sáttar- og atferlismeðferð (SAM) eða Acceptance and Commitment Therapy (ACT) á ensku. SAM er gagnreynd meðferðarnálgun sem sýnt hefur verið fram á með fjölda samanburðarrannsókna að gagnist vel við tilfinningalegum vanda af ýmsu tagi og hjálpi þeim sem vilja gera breytingar á hegðun sinni og venjum til betri vegar. Á námskeiðinu er áhersla lögð á að hjálpa þátttakendum við að takast á við erfiðar hugsanir og tilfinningar á nýjan hátt, tileinka sér hugarfar núvitundar, auka virkni, skilgreina og gera meira af því sem skiptir þá mestu máli. Námskeiðið samanstendur af stuttum myndbandsfyrlestrum, leshefti, verkefnabók, hljóðskrám með núvitundaræfingum og hlekkjum á ítarefni. Þátttakendur geta farið í gegnum námskeiðið á sínum hraða, á sínum forsendum og á þeim tíma sem þeim hentar.  Þar sem það er alfarið á netinu er enginn biðtími, alltaf opið og enginn takmörkun á þátttakendafjölda.  Námskeiðið virkar í öllum tölvum og snjalltækjum. 

Á heimasíðu Lifðu betur munu einnig birtast hagnýtir pistlar um geðheilbrigði sem er ætlað að kynna SAM nálgunina og hjálpa öllum þeim sem áhuga hafa á að auðga og bæta líf sitt.  Sérfræðingar Lifðu betur taka einnig að sér fyrirlestra og kynningar á SAM fyrir hópa og vinnustaði ef eftir því er óskað.  

Fylgjast má með Lifðu betur á Facebook (www.facebook.com/lifdubetur), Instagram (lifdubetur) og heimasíðunni www.lifdubetur.is.      


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283