Í fréttatilkynningu sem Silicor Materials sendi frá sér 15. júlí kemur ýmislegt áhugavert fram. Fyrirtækið sem hyggst reisa kísilverksmiðju á Grundartanga og nýtur til þess stuðnings forseta Íslands, en er jafnframt í „viðræðum“ (“active discussions”) við Iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um ívilnanapakka sem mun væntanlega fela í sér skattaafslætti og fleira. Gísli Gíslason hjá Faxaflóahöfnum kallar verkefnið “win-win” fyrir Ísland og Silicor, Arion banki er bakhjarl ásamt Centra fyrirtækjaráðgjöf og þegar liggja fyrir viljayfirlýsingar um orkuafhendingu frá bæði Landsvirkjun og Orku nátturunnar, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Silicor fullyrðir að það muni geta framleitt kísil fyrir sólarorkuvinnslu með ódýrari og umhverfisvænni hætti en áður hefur þekkst.
FRÉTTATILKYNNING 15 . júlí 2014
Silicor Materials, Inc, sem framleiðir hagkvæman hágæða sólarkísil og ýmsar aukaafurðir úr álblöndum, tilkynnti í dag að fyrstu stóru sólarkísilverksmiðju fyrirækisins hefur valinn staður á Grundartanga á Íslandi.
„Ánægðir viðskiptavinir í ýmsum iðngreinum munu taka framleiðslunni opnum örmum, enda hefur fyrirtækið þegar afgreitt verulegt magn af vörum og nýtur stuðnings viðskiptavina um allan heim. Við væntum skjótra viðbragða frá fjárfestum og hlökkum til að koma með þessa nýjung til Íslands.“
Silicor hefur ráðið Arion banka, einn af stærstu bönkum landsins, til að leiða lánsfjármögnun fyrir iðjuverið, sem mun skapa um 400 störf auk allt að 100 starfa við framkvæmdir. Centra fyrirtækjaráðgjöf var valin til að annast fjármögnun verkefnisins.
Stjórnendur fyrirtækisins áttu nýlega fund um verkefnið með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og eru í viðræðum við Iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið um ýmsar ívilnanir.
„Ísland er framúrskarandi kostur af mörgum ástæðum“ segir Theresa Jester, framkvæmdastjóri Silicor Materials. „Innviðir fyrir orkufrekan iðnað og flutninga eru á heimsmælikvarða og landið býr auk þess yfir hagkvæmri orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, sem gerir Silicor kleift að framleiða eina sannarlega „græna“ kísilinn sem völ er á í heiminum. Enn fremur er landið meðal helstu álframleiðenda heims og þar með eftirsóknarverður markaður fyrir þær afurðir fyrirtækisins sem unnar eru úr áli. Með Arion banka sem bakhjarl stöndum við vel að vígi til að hrinda áætlunum okkar í framkvæmd.
…
Valið á Grundartanga sem staðsetningu fyrirhugaðrar verksmiðju nýtur stuðnings Faxaflóahafna.
Silicor er stórkostlegt tækifæri fyrir íslenskt samfélag og efnahag, án þess að umhverfissjónarmiðum sé fórnað“ segir Gísli Gíslason forstöðumaður hjá Faxaflóahöfnum. „Hagsmunir Íslands og Silicor fara einfaldlega saman.“
Silicor hefur gert samningsdrög við Landsvirkjun og Orku náttúrunnar, sem hafa undirritað viljayfirlýsingu um afhendingu á 100% endurnýjanlegri orku til starfseminnar.
…
Gangi samingar eftir stefnir Silicor að því að taka fyrstu skóflustungu að verksmiðjunni síðar á þessu ári og að hún verði komin í fullan rekstur 2016.
Hér má lesa grein Haraldar Sigurðssonar Silicor þýðir meiri mengun á Grundartanga
Hér er fréttatilkynning Silicor á ensku í heild sinni.