Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hanna Birna braut af sér í starfi

$
0
0

„Ég hef á nokkrum tímapunktum þegar ég hef fylgst með þessum ljóta pólitíska leik, íhugað að fara út úr stjórnmálum, en ég er ekki viss um að það sé það sem við viljum að fólk geri sem er að starfa í stjórnmálum að aðstæðurnar verði þannig að fólk þurfi að íhuga það. En að segja af mér sem ráðherra vegna þess að ráðuneytið er kært, þrátt fyrir að ég hafi ekkert gert af mér, væri auðvitað fráleitt.“ (feitletrun er mín)

Svo mælir ráðherra í viðtali við Fréttablaðið. En Hanna Birna hefur einmitt brotið af sér. Hvort sem að einhver dómsniðurstaða fæst sem að staðfestir það eða ekki, þá nær ábyrgð ráðherra og nánustu aðstoðarmanna hennar, langt út fyrir ábyrgð þá er fæst skilgreind í lögum. Ábyrgð Hönnu Birnu er pólitísk og líkar henni augsýnilega ekki vel við þá ábyrgð enda notar hún orðið hér í neikvæðri merkingu.

En pólitíkin er þessi; Okkur líkar ekki við hvernig þú, Hanna Birna Kristjánsdóttir, kemur fram við hælisleitendur sem og aðra innflytjendur. Okkur líkar ekki að logið sé upp á hælisleitanda af þér og samstarfsmönnum þínum. Okkur líkar ekki að þú skulir blanda þér með óeðlilegum hætti í lögreglurannsókn á því embætti sem þú gegnir og okkur líkar ekki að þú skulir flæma lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins úr embætti í rannsókninni miðri. Okkur líkar ekki að þú skulir síðan planta þægum útsendara þínum í embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í framhaldi og útsendara þessum ætlað að taka við þessari yfirstandandi rannsókn.

Okkur líkar ekki sú pólitík að ritstjóri Morgunblaðsins sem kallar Obama forseta Bandaríkjanna „Múlatta“, skuli vera þinn helsti stuðningsmaður og samsæriskenningasmiður. Okkur líkar ekki heldur hvernig stuðningsmenn þínir innan Sjálfstæðisflokksins ásaka þessa dagana, Ríkissaksóknara, fráfarandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins sem og umboðsmann Alþingis, um óheilindi og þeir gerðir að illmennum í meintu samsæri.

En það er ekkert samsæri á ferðinni, einungis vanhæfur ráðherra sem þarf að kannast við vitjunartíma sinn í embætti og segja af sér með reisn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283