Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Afrek Bárðarbungu allt frá suðurströndinni til norðurstrandarinnar

$
0
0

Ómar Ragnarsson skrifar.

Nú sést að hinar sjóðandi heitu herdeildir Bárðarbungu sækja fram einn km á dag. Ef Það stæðu yfir réttarhöld yfir íslenskum eldstöðvum kæmi fljótlega í ljós að Bárðarbunga væri öflugasti mafíuforinginn.

Hún hefur í gegnum aldirnar byrjað að skjálfa og síðan hafa kvikustraumarnir streymt út frá henni til beggja átta og komið upp í eldstöðvum býsna langt frá upphafinu.

Þannig ollu eldstöðvar í kerfi Bárðarbungu sem ná allt suður undir friðland að Fjallabaki stórgosum árin 870 og 1480.

En magnaðasta gosið hefur sennilega verið það sem sendi hraun alla leið niður í Flóann. Þegar menn aka um Suðurlandsveg átta þeir sig ekki á því að þessi blómlega sveit stendur á hrauni sem Bárðarbunga ber ábyrgð á.

Hinum megin við Öxarfjörð er sandströnd sem að stórum hluta er mynduð af hamfaraflóðum vegna eldgosa undir jökli sem Bárðarbunga ber líka ábyrgð á.

Jarðfræðilegir leynilögreglumenn hafa nú afhjúpað þetta og það er ekki lítill ,,afrekalisti“ sem Bárðarbunga er á.

 

Fyrst birt á bloggi Ómars á mbl.is þann 20.ágúst 2014


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283