Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Ráðhússveifla á Menningarnótt

$
0
0

Tónlistin mun ráða ríkjum í Ráðhúsinu á Menningarnótt en dagskráin hefst klukkan 14.00. Michael Jackson tónlist og dans, nokkur af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar Genesins, óperuaríur, Reykjavíkurdætur, kórsöngur og spuni verða á boðstólum. Þá mun Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, taka við gjöf fyrir hönd Reykjavíkurborgar sem listaverk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu í Tjarnarsal Ráðhússins.

Dagskráin í Ráðhúsinu hefst klukkan 14.00 þegar tenósöngvarinn Kári Friðriksson flytur sönglög og óperuaríur á íslensku og ítölsku. Því næst verður sýning tileinkuð konungi poppsins Michael Jackson, eða Mj Experience, einvalalið dansara mun dansa við vinsælustu lög Michael Jacksons.

michael-jackson-tell-all-book

Hljómsveitin Hátveiro stíga því næst á stokk og munu flytja helstu meistaraverk Genesis. Hljómsveitin er skipuð valinkunnu íslensku og erlendu tónlistarfólki sem komið hefur víða við í tónlistinni og komið fram á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið. Genesis aðdáendur ættu ekki að láta þessa tónleika fram hjá sér fara á Menningarnótt.

H20

Hvernig er tónlist á litinn? nefnist atriðið þar sem Mamiko Dís Ragnarsdóttir tónlistarkona verður með spuna. Mamiko mun spila á píanó og á meðan mun Frida Adriana Martins mála á striga og þá kemur í ljós hvaða litur er á tónlistinni.

Því næst kemur Einar Gylfason sem mun flytja elektróníska músík.

Klukkan 17.00 mun svo Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taka við gjöf fyrir hönd Reykjavíkurborgar. Um er að ræða listaverk eftir listakonuna Kristínu Gunnlaugsdóttur. Í verkum sínum hefur Kristín fjallað um sköpunarkraftinn í innri heim konunnar og mannlegri náttúru. Kristín leggur áherslu á raunveruleika kvenna, rétt þeirra til að eldast og vera eins og þær eru.

RVKD

Að lokinni athöfn heldur tónlistin áfram og fyrstar stíga á stokk Reykjavíkurdætur, því næst Kammerkór Suðurlands og strengjakvartett frá Sinfóníuhljómsveit Torontóborgar slær svo botninn í dagksrána.

Dagskrá lýkur klukkan 19.30.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283