Sextugasta og sjötta Emmy verðlaunahátíðin verður haldin 25. ágúst við hátíðlega athöfn í Hollywood. Billy Crystal mun flytja sérstaka minningarræðu um vin sinn Robin Williams sem lést 11. ágúst s.l þá aðeins 63 ára að aldri.
Crystal og Williams voru bestu vinir eða allar götur síðan þeir ásamt Whoopi Goldberg stjórnuðu saman gamanþáttunum Comics Relief fyrir um þrjátíu árum.
Framleiðendum Emmy hátíðarinnar fannst viðeigandi að biðja besta vin Robin Williams að stíga á svið og minnast Robin veglega enda hafa fáir leikarar átt jafn mikilli velgengni að fagna og eru jafn óumdeildir.
Að öðru leiti mun hátíðin verða með hefðbundnu sniði.