Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tilkynning um veikindi manneskju með ósýnilegan sjúkdóm

$
0
0

Fólk með ósýnilega sjúkdóma eins og vefjagigt, Chrons, síþreytu, lupus svo einhverjir séu nefndir mætir oft miklu skilningsleysi í samfélaginu þegar það getur ekki mætt til vinnu, í boð eða annað vegna sársauka eða annars því sem fylgir sjúkdómnum.

Skilningsleysið er vegna þess að fólk sér ekki á okkur hversu illa okkur líður og einnig vegna þess að þessir sjúkdómar eru enn ekki eins viðurkenndir og til dæmis lungnabólga.

Sjúkdómarnir eru ekki teknir alvarlega. Fólk skilur ekki hvað gengur að manneskjunni og telur hana gjarnan vera lata, kærulausa eða almennt áhugalausa um allt í kringum sig.

Í tilefni af þessu og því að ég er búin að vera í verkjakasti síðustu 2 – 3 vikur og hef ekki getað skrifað grein í Kvennablaðið, vildi ég láta lesendur vita að ég er semsagt veik.

Ég á bágt með að gera mjög marga hluti í daglegu lífi, eins og til dæmis það að skrifa á tölvuna.

Því lýk ég þessu hér í bili og vona að kastið líði brátt hjá og þá fáið þið að heyra meira frá mér.

Gangi ykkur öllum vel með allt sem þið eruð að bardúsa :)

Greinar Völu má finna hér í hlekkjum að neðan:

Langtímamarkmiðið er að verða heilbrigð

þegar ég áttaði mig á því að ég væri veik – 1. hluti

Þegar ég áttaði mig á að ég væri veik 2. hluti


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283