Gárungarnir á vefnum www.gys.is hafa sett í loftið mynd af forsíðu nýs DV eins og það kann að birtast lesendum eftir að Björn Leifsson sem keypti hlut í DV hefur náð yfirlýstu takmarki sínu sem er að bola Reyni Traustasyni ritstjóra DV úr ritstjórastóli.
Björn Leifsson stendur sem kunnugt er í málaferlum við DV og er því eftir kaupin á eignarhlutnum smáa kominn í málaferli við sjálfan sig. Sviptingar á fjölmiðlamarkaðinum verða æ undarlegri en það er mál manna að www.gys.is eigi brandara dagsins sem birtist í þessari snilldarforsíðu sem líka má skoða hér á vefnum www.gys.is