Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Páll Winkel, er ekki mark á þér takandi?

$
0
0

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar.

Guðmundur Ingi

Guðmundur Ingi

Í júní sl. kom Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar í viðtal hjá RUV og þvertók fyrir að slæmt ástand ríkti í málefnum sálfræðinga hjá föngum, eftir að AFSTAÐA kom því margítrekað á framfæri að ófremdarástand væri í málefnum sálfræðinga sem sinna föngum.

Nú tæpum 3 mánuðum síðar, kemur Páll Winkel fram aftur í sama miðli og segir það sama og AFSTAÐA hélt áður fram. Páll Winkel segir þó aftur ósatt í þessari frétt eins og fyrri fréttinni eða að 3 sálfræðingar sinni öllum föngum á landinu.

Einn sálfræðingur sinnir reynslulausn fanga, annar sinnir kynferðisafbrotamönnum og sá þriðji er í leyfi, hefur verið í leyfi sl. mánuði og verður út árið. Það er þó rétt hjá Páli Winkel að 3 stöðugildi sálfræðinga eru hjá Fangelsismálastofnun en það er bara allt annar hlutur.

Enginn sálfræðingur sinnir því föngum í afplánun með sálgæslu eins og staðan er í dag, nema í algerum neyðartilfellum.

Það hlýtur að vera svolítið öfugsnúið að ætla að fylgjast aðeins með föngum á reynslulausn en ekki á meðan afplánun stendur.

Sá tími er einmitt tíminn til að sinna föngum og reyna að gera allt sem hægt er til að „betra“ fanga, en ekki þegar þeir eru komnir aftur út í þjóðfélagið.

Forstjóri Fangelsismálastofnunarinnar sendi einnig í júní sl. tölvupóst til formanns AFSTÖÐU þar sem hann staðfestir það sem AFSTAÐA hefur áður sagt.

Það má því með sanni segja að það sé ekki sama hvort Páll Winkel talar til almennings, Alþingis eða AFSTÖÐU.

AFSTAÐA telur það með ólíkindum að Páll Winkel hafi beðið Alþingi um fjármagn til betrunar fanga, á meðan engin betrunarstefna er til staðar á Íslandi.

Í dag er refsistefna á Íslandi og því verður ekki breytt með því að nota orðið betrun eingöngu á fjármagnsbeiðnum heldur þarf algera heildarúttekt á fangelsismálum á Íslandi.

Taka þarf mið af reynslu allra þjóða í kringum okkur sem við berum okkur saman við varðandi betrunarstefnu. Þá fyrst mun Fangelsismálstofnun sjá að það þarf hvorki nýtt öryggisfangelsi á Hólmsheiðinni né meira
fjármagn, þvert á móti mun betrunarstefnan skila fleiri föngum betri út aftur og afgangur verður af fjármagni stofnunarinnar.

Hingað til hefur Páll Winkel hafnað samstarfi við AFSTÖÐU um öll málefni fanga, þrátt fyrir að það hafi gefið góða raun áður.

AFSTAÐA lýsir sig tilbúin til samstarfs við Innanríkisráðuneytið eða fulltrúa alþingis til að vinna að hugmyndum um betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283