Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sigmundur Davíð setur hreyfingu og mataræði í forgang

$
0
0

Forsætisráðherra sem stýrir nefnd um lýðheilsumál hélt sinn fyrsta fund 29. ágúst. Í nefndinni sitja ennfremur heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra. Aðrir ráðherrar taka þátt í störfum nefndarinnar eftir þörfum, samkvæmt ákvörðun forsætisráðherra.

Stofnun nefndarinnar samræmist stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands, þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal forgangsverkefna ríkisstjórnarinnar.

Eftirfarandi yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er að finna í fréttatilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Það er fagnaðarefni að nefndin skuli vera komin af stað. Eins og kemur fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er bætt lýðheilsa og forvarnastarf meðal forgangsverkefna. Það er ánægjulegt að þetta sé komið af stað af krafti og við munum skoða hvernig lýðheilsa getur tengst sem flestum áherslumálum ríkisstjórnarinnar.

Ég held að allir skilji mikilvægi þess að bæta heilsu og velferð og sjálfur er ég þar engin undantekning. Við verðum öll að átta okkur á því að þrátt fyrir annasöm störf verðum við að gefa okkur tíma til að huga að þessum málum. Við hér í forsætisráðuneytinu reynum að setja hreyfingu á dagskrá okkar um leið og við hugum að mataræðinu. Farsælast er ef fólk getur gert þessa þætti að lífsmáta sínum.“

Forsætisráðherra boðar hreyfingu og bætt mataræði innan veggja stjórnarráðsins

Forsætisráðherra boðar hreyfingu og bætt mataræði innan veggja stjórnarráðsins

Samhliða stofnun ráðherranefndar var ákveðið að setja á fót ráðgefandi nefnd – lýðheilsunefnd – undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra. Meginhlutverka lýðheilsunefndar er að vinna drög að heildstæðri stefnumótun og aðgerðaráætlun sem hefur það að markmiði að efla og bæta lýðheilsu á öllum aldursskeiðum með sérstakri áherslu á börn og ungmenni. Nefndin skal skila heilbrigðisráðherra og ráðherranefndinni tillögum sínum eigi síðar en í árslok 2015.

Af vef stjórnarráðsins.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283