Ef þú ert ein/n af þeim sem finnst gott að drekka nýpressaða djúsa þér til heilsubótar þá er til frábær vefsíða til að aðstoða þig við að setja saman drykki sem henta þér.
Á vefsíðunni www.simplesmartjuicing.com færðu allar upplýsingar um næringarinnihald drykkjanna sem þú hyggst búa til.
Langar þig að búa til drykk sem er fullur af andoxunarefnum eða vítamínum? Ertu á höttunum eftir að setja saman drykk sem færir þér orku inn í daginn? Leitaðu ekki langt yfir skammt því á síðunni færðu hjálp við þetta svo eftirleikurinn er auðveldur.
Á vefsíðunni er fjöldi uppskrifta til að mynda uppskrift af klassískum grænum djús sem er svona:
1 grænt epli
1 1/2 cm af engiferrót
5 sellerístilkar
1 gúrka
Handfylli af ferskri steinselju
5 grænkálsstilkar
Næringarinnihald þessa drykkar er:
262 kaloríur
29.8 gr af sykri
59 gr kolvetni
Djúsist ykkur vel!
p.s Það er vel hægt að gera djúsa án þess að eiga djúsvél. Venjuleg matvinnsluvel eða blandari gerir sama gagn. Síðan má sía drykkinn í gegnum þar til gerða síupoka eða bara hreinan nælonsokk. Sumir vilja drekka drykkina ósíaða. Munið bara að skera ávextina og grænmetið smátt og byrja á að setja vatnsmestu ávextina eða grænmetið fyrst í blandarann eða matvinnsluvélina.