Nicarnica Aviation er norskt fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í tækni til að mynda og meta hættu af ösku í andrúmsloftinu. Þeir eru nú á Íslandi væntanlega að láta reyna á hug-og tækjabúnað sinn. Fyrirtækið býr yfir tækni með fjarstýrðum skynjurum sem nema eldfjallaösku á lofti og láði. Nicarnica Aviation býður upp á ýmsar lausnir þegar um eldgosavá er að ræða.
Ný tækni þeirra kann að skipta sköpum fyrir flugumferð í heiminum en eins og öllum er í fersku minni setti Eyjafjallajökulsgosið flugáætlanir víða um lönd á annan endann. Þann 3. september sl. urðu þeir varir við svolítið óvenjulegt en á þessu myndbandi er engu líkara en að hvirfilbylur stígi upp úr gosinu í Holuhrauni. Nicarnica Aviation telur líklegt að um gasstrók sé að ræða.