Þegar prjónað er í hring þá verða samskeytin alltaf sýnileg, nema ráðstafanir séu gerðar sérstaklega til að losna við þau. Það er ekki nóg með að samskeytin virðast hálfpartinn gliðna í sundur þegar búið er að tengja saman í hring því það kemur líka mjög áberandi þrep.
Í dag ætla ég að sýna þér þrjár aðferðir til að samskeytin verði fallegri.
1 – Notaðu bæði böndin
Prjónaðu fyrstu lykkjuna með báðum böndunum sem þú notaðir til að fitja upp. Þessi aðferð hefur þann kost að þú losnar við gapið sem vill myndast við samskeytin í fyrstu umferðinni. Haltu síðan áfram eins og venjulega.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
2 – Vixlaðu fyrstu og síðustu lykkjunni
Áður en þú byrjar að prjóna þá skaltu færa fyrstu lykkjuna af vinstri prjón yfir á þann hægri. Lyftu svo með vinstri prjón, annarri lykkjunni af hægri prjón yfir lykkjuna sem þú varst að færa yfir og hafðu hana áfram á vinstra prjóni. Nú eru fyrsta og síðasta lykkjan búnar að skipta um sæti. Prjónaðu nú eins og venjulega eða prjónaðu fyrstu lykkjuna með báðum böndunum.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
3 – Bættu við einni lykkju
Fitjaðu upp á auka lykkju. Til að tengja saman færir þú eina lykkju af hægri prjóni yfir á þann vinstri. Haltu báðum böndunum saman og prjónaðu fyrstu tvær lykkjurnar saman. Þannig tengir þú saman fyrstu og síðustu lykkjunni og ert jafnframt aftur komin með réttan lykkjufjölda.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Prufaðu þessar aðferðir og kannaðu hvort samskeytin verði ekki aðeins fallegri fyrir vikið. Gættu samt að því að í næstu umferð þá verður fyrsta lykkjan „tvöföld“ ef þú hefur notað bæði böndin og þarftu þá að líta á þær sem eina lykkju.
Gangi þér vel og mundu að kvitta því það hvetur mig til dáða.
Prjónaknús á línuna,
Tína