Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stelpuáhrifin

$
0
0

Fréttatilkynning

Á hverjum degi upplifa milljónir stúlkna að raddir þeirra séu kæfðar, lífi þeirra ógnað, réttindi þeirra fótum troðin, frelsi þeirra takmarkað – einungis vegna þess að þær eru stelpur. Með kynningarátakinu Sterkar stelpur – sterk samfélög viljum við að íslenska þjóðin sendi stúlkum sem búa við brot á mannréttindum skilaboð um að þær standi ekki einar: að saman getum við breytt heiminum og gert hann betri. Komum heiminum í lag!

Á síðustu árum hafa rannsóknir dregið fram mikilvægi þess að styrkja sérstaklega unglingsstúlkur í baráttu gegn fátækt. Jafnframt að efnahags- og félagslegar framfarir fátækra þjóða ráðist að miklu leyti á velferð 500 milljón unglingsstúlkna í þróunarríkjum. Sú hugmyndafræði hefur náð mikilli útbreiðslu og vakið heimsathygli, oft kölluð The Girl Effect – eða Stelpuáhrifin. Margoft hefur verið sýnt fram á að fjárfestingar í menntun unglingsstúlkna skila sér beint í betri afkomu allrar fjölskyldunnar, betri næringu, betri heilsu, færri börnum, minni fátækt og betri fjárhagslegri stöðu. Unglingsstúlkan er höfuðlykillinn að því að rjúfa vítahring fátæktar. Þrátt fyrir það er stelpum kerfisbundið mismunað og gildir þá einu hvort horft er til menntunar, heilsu, næringar, atvinnuþátttöku eða heimilisstarfa.

Þriðjudaginn 7. október verður haldin baráttuhátíð í Silfurbergi í Hörpu kl. 12.00

SterkarStelpur BOÐSKORT nytt


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283