Borgaðu niður kreditkortaskuldir og reyndu að losa þig við þau.
Hreyfðu þig án mikils tilkostnaðar, farðu út að hlaupa og horfðu á ókeypis æfingamyndbönd á netinu. Nýttu þér tilboð líkamsræktarstöðva.
Hættu að henda mat. Vertu skynsöm í innkaupum og frystu afganga til að eiga til góða seinna meir.
Byrjaðu að leggja fyrir þó ekki sé nema 10.000 kall á mánuði. Stofnaðu sparireikning og láttu eins og þessir peningar séu ekki til.
Segðu upp blaða og tímaritaáskrift og lestu þau á næstu biðstofu.
Taktu oftar strætó eða labbaðu og sparaðu þér bensínkaup.
Fáðu þér bókasafnsskírteini, lestu nýjustu bækurnar frítt og fáðu lánaðar myndir fyrir börnin.
Hættu að reykja.
Hugsaðu vel um þig þá þarftu síður að fara til læknis og greiða fyrir læknishjálp.
Hirtu vel í þér tennurnar, það er dýrt að fara til tannlæknis.
Nýttu þér tilboð veitingastaða og verslana á Facebook.
Kauptu föt á útsölum á sjálfa þig. Verslaðu útiföt á börnin á bland.is.
Kauptu kaffi, klósettpappír, eldhúsrúllur og þvottaefni í magnpakkningum.
Kauptu sparperur og hafðu kveikt á kertum í stað þess að hafa allt stanslaust uppljómað.
Reyndu að gera þér mat úr því sem þú ert góð í. Stofnaðu lítið fyrirtæki og halaðu inn tekjur af því sem þú kannt og getur nú þegar!
Gangi þér vel!