Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bláa móðan frá Holuhrauni

$
0
0

Haraldur Sigurðsson skrifar:

Hvers vegna er móðan frá eldstöðvunum í Holuhrauni blá? Myndin fyrir ofan er dæmi um blámóðuna, eins og hún lítur út frá geimnum. Hún er reyndar blá á sama hátt og himininn er blár. Litur á efni eða hlut er að mestu leyti ákvarðaður af því hvernig efnið drekkur í sig litrófið.

Rauður bolti er rauður vegna þess að hann drekkur í sig alla liti litrófsins NEMA þann rauða. Rauða ljósið endurkastast frá boltanum og það er því liturinn sem við sjáum. Ljósið sem kemur frá sólinni er hvítt, en er reyndar í öllum regnbogans litum, eins og Isaac Newton sýndi fram á, fyrstur manna.

Lofthjúpurinn inniheldur margar tegundir gaskenndra efna. Þegar sólarljósið berst inn í lofthjúpinn, þá dreifist hluti af ljósinu, en efni í lofthjúpnum drekka í sig annan hluta ljóssins. Aðeins um 75% af ljósinu berst alla þeið niður að yfirborði jarðar.

Himinninn er blár vegna þess að gas og frumefni í lofthjúpnum drekka í sig flestar bylgjulengdir litrófsins nema bláa litinn. Sá blái er á þeim hluta litrófsins sem hefur mun styttri bylgjulengd (um 400 nm) en til dæmis rautt og grænt.

Hvort það eru mólekúl, agnir eða gas frumefni í lofthjúpnum, þá hafa þau sömu áhrif á litróf sólarljóssins.

Móðan frá eldgosinu samanstendur af bæði dropum, mólekúlum og gaskenndum frumefnum, sem dreifa og drekka í sig litróf sólarljóssins á ýmsan hátt. En eldfjallsmóðan drekkur ekki í sig bláa hluta litrófsins og því er móðan bláleit.

 

Færsla birt fyrst á bloggi Haraldar og birt hér með hans leyfi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283