Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vel hægt að sneiða hjá vörum Mjólkursamsölunnar

$
0
0

Þegar stjórnvöld sem eiga að gæta hagsmuna neytenda en ekki einkafyrirtækja rækja ekki skyldur sínar fellur það í hlut neytenda að sýna fyrirtækjum vanþóknun sína ekki bara í orði heldur með beinum aðgerðum.

Í síðustu viku báðum við þær Jódísi og Guðrúnu og börnin þeirra að sneiða hjá vörum frá Mjólkursamsölunni í eina viku. Við tókum örstutt viðtal við þær um venjur heimilisfólksins og það má finna hér. Þær Jódís og Guðrún féllust umyrðalaust á að takast þetta verkefni á hendur og skrifuðu neytendapistil fyrir okkur um viku án Mjólkursamsölunnar. 

Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Jódís Skúladóttir og börn þeirra Magnús Bjartur Guðrúnarson og Eldey Arna Guðrúnardóttir

Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Jódís Skúladóttir og börn þeirra Magnús Bjartur Guðrúnarson og
Eldey Arna Guðrúnardóttir

 

Eftir viku án þess að versla vörur frá Mjólkursamsölunni erum við fjölskyldan margs vísari. Erfiðast var að falla ekki í viðjur vanans og „lentum“ við til dæmis í því að vera búnar að versla kókómjólk og gefa börnunum án þess að hugsa okkur um. Það var ekki fyrr en kókómjólkin var drukkin í botn að við uppgötvuðum mistökin og iðruðumst. Það er því stærsta skrefið fyrir neytendur, að okkar mati, að komast út úr þeim kassa að þurfa að eiga mjólk og jógúrt í ísskápnum.

Við förum flest í búðina eftir langan dag í vinnu og hlaupum eins og vélmenni í gegnum gangana og hendum sama óþarfanum í körfuna án nokkurrar vitrænnar hugsunar. Við kaupum mjólk af því að það hefur alltaf verið keypt mjólk, hjá okkur, hjá mömmu, hjá ömmu …

Úrvalið í almennum verslunum er jafnan gott á Íslandi og heilu deildirnar eru þar til dæmis undir hollustuvörur. En þegar gengið er í gegnum mjólkurkælinn þarf maður að leggja sig allan fram við að finna mjólkurvörur sem ekki eru merktar Mjólkursamsölunni.

Staða MS er svo yfirgengileg að aðrar vörur falla algerlega í skuggann. Í einni stórri matvöruverslun var jurtaostur falinn niður við gólf í enda kælisins þar sem erfitt var að finna hann.

Við þurftum ítrekað að leita til starfsmanna til að fá leiðsögn að vörunum sem okkur vantaði og oft var úrvalið nánast ekkert. Við nýttum sojamjólk, hrísmjólk, jurtaost, jurtarjóma og fleira í stað hefðbundinna mjólkurvara.

Við prufuðum okkur áfram með nokkrar vörur en niðurstaðan varð sú að við drógum verulega úr allri mjólkurvöru neyslu. Við drukkum vatn með mat, við notuðum jurtaost á brauðið og mjólkin í kaffið var keypt frá öðru fyrirtæki.

Screen Shot 2014-10-15 at 08.43.55 e.h.

 

Nokkrar tilraunir voru gerðar í bakstri en það sem heppnaðist best voru vöfflurnar. Þar kom hrísmjólkin sterk inn og vöfflurnar voru ljúffengar með sultu og jurtarjóma.

Það er okkar niðurstaða að vel sé hægt að sneiða hjá vörum frá MS en það er sorglegt að þær vörur sem koma inn í staðinn eru nánast allar erlendar vörur, og  í raun og veru ekki mjólkurvörur.

Ef það væri undir okkur komið myndum við vilja halda ákveðnum mjólkurvörum inni og versla við íslenska framleiðendur á frjálsum markaði þar sem við gætum valið eftir verði og gæðum hverju sinni.

Með neytendakveðju,

 Jódís og Guðrún.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trending Articles