Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Rúmt kíló af þorski og fimm kartöflur

$
0
0

Mig langaði mest að hlaupa inn í eldhús og kyssa kokkinn – þetta var svo gott.

Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessum rétti. Hann var of góður. Mamma mia.

Og er ég nú ekki vön að elda neitt hræðilegan mat.

Er ekki í lagi að hrósa sér smá? Jú…ég held það bara…

Þetta byrjaði allt með þorskflaki. Og algjöru stefnuleysi.
Ég er pínu kvefuð og röddin ekki alveg í lagi, þannig að þegar ég bað um “rúmt kíló” af þorski í fiskbúðinni áðan, fann hann til “þrjú kíló” af þorski. Það var okkur hin mesta ráðgáta í fyrstu hvernig kíló af þorski gat orðið að þrem kílóum af þorski, þangað til við föttuðum að ég hafði sagt “rúmt” þarna á undan. Ég kaupi yfirleitt rúmt kíló af þorski. Og ég kaupi yfirleitt þorsk ef ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að elda. Það verður alltaf til eitthvað gott úr því.

 

þorskur 2

Setti smá rifinn sítrónubörk, jómfrúarolíu, sjávarsalt og hvítan pipar í fat og velti flakinu upp úr því…

Mundi þá eftir smávegis af ólívutapenade sem ég átti inn í skáp…

þorskur 3

 

…sem ég smurði á fiskinn…

Á leið minni um ísskápinn, rakst ég á þessar kartöflur.
Heil 5 stykki og ekki í stærri kantinum….

þorskur 4

 

Ég er búin að horfa á þær nokkrum sinnum hérna í ísskápsskúffunni og velta fyrir mér hver yrðu örlög þeirra. Í hvað notar maður 5 pínulitlar kartöflur?
Og eins og þið vitið – er mér mjög illa við að henda mat.

þorskur 5

 

Og þetta urðu örlög þeirra!
Skar þær þunnt, skellti þeim í kalt vatn í smástund til að ná mestu sterkjunni úr.
Þerraði þær vel, velti úr jómfrúarolíu og raðaði þeim síðan á fiskinn.

þorskur 6

Smávegis af sjávarsalti yfir….ofninn á svona 170-180 gráður….

Hækkaði hitann eftir um það bil 25 mínútur og setti yfirhitann á.
Til að fá kartöflurnar stökkar. Notaði tækifærið og skellti smávegis af smjöri þar ofaná
líka…sem ég sullaði svo yfir kartöflurnar við og við næstu 10-15 mínúturnar eða svo…

Og þetta kom úr ofninum….

þorskur 7

Síðan er það meðlætið sem var að gerast meðan fiskurinn var í ofninum.
Ái hvað það var gott…

Skar 2 rauðlauka þunnt og skellti á pönnuna ásamt jómfrúarolíu og örlitlu sjávarsalti.
Þegar þeir voru orðnir nokkuð linir, fór örþunnt skorinn hvítlaukur í partíið með þeim.
Alveg…5-6 stór hvítlauksrif. Mér finnst hvítlaukur góður;)

Og 2 ansjósur. Þær bundu þetta saman. Og nokkrar svartar ólívur duttu á pönnuna líka.
Og spínat. 2 pokar af bláfjallaspínati. 150 grömm sem sé (kíkti á pokann og hver poki er 75 gr. Djöfull er ég klár að reikna;)
Verði ykkur að góðu!

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283