Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Dagar Hinnar hvítu tungu! Sameiginlegt þjóðarátak

$
0
0

Það er mikið í tísku þessa stundina að helga einhverja daga og jafnvel heila mánuði tilteknum málefnum, helst góðum málefnum.

Væri ekki tilvalið að lyfta hinum svonefndu virku dögum upp úr grámyglunni og gera þá að sannleiksdögum? Jafnvel stjórnmálamenn og embættismenn líka. Og til að álagið yrði ekki óbærilega mikið mætti hugsa sér að á sannleiksdögum dygði að halda sig við sannleikann frá kl. 9 á morgnana til kl. 17 síðdegis, eða í 8 klukkustundir á sólarhring.

Um helgar, það er að segja á laugardögum og sunnudögum gætu svo allir tekið sér frí frá sannleikanum – og sömuleiðis á öllum löggiltum frídögum.

Það væri gaman og allavega tilbreyting að gera þessa tilraun og allir sem tækju þátt í henni gætu til dæmis borið barmnælu sem sýndi hvíta tungu og á dögum Hinnar hvítu tungu væri hægt að flóðlýsa banka og opinberar byggingar með snjóhvítu ljósi sannleikans.

Hvít tunga væri gott tákn sannleikans því að nú um stundir vill það bera við einkum þegar embættismenn og stjórnmálamenn opna munninn að manni sýnist tungan í þeim vera mjög dökk á litinn, jafnvel alveg kolsvört þegar verst lætur.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283