Veturinn er kominn og þeir sem eru enn ekki búnir að koma sér upp húfu þurfa að huga að því hið fyrsta. Mesta hitatapið fer í gegnum höfuðið og því nauðsynlegt að hafa eitthvað á höfðinu úti í kuldanum. Það sakar ekki að alls kyns húfur eru í tísku fyrir allan aldur og bæði kynin.
Húfan sem hér birtist er úr smiðju ROWAN, en sá garnframleiðandi leggur áherslu á sígilda prjónhönnun og gæðagarn með okkur á norðurhjara veraldar í huga. Rowan er af mörgum talið fremst í prjónhönnun í Evrópu og það má sjá áhrif þeirra birtast í prjónablöðum víða misserin á eftir.
Kaðlahúfan er sýnd hér á kvenfyrirsætu en hún er hugsuð jafnt fyrir konur og karla.
Gleðilegar prjónastundir,
Guðrún Hannele
C A L D E R Kaðlahúfa frá ROWAN
HÖNNUN
Sarah Hatton
STÆRÐ
Passar á meðalstórt höfuð á fullorðnum.
GARN
Rowan Tweed frá ROWAN (fæst í Storkinum).
2 x 50g (litur á mynd Settle 597).
ÁHÖLD
40cm hringprjónn nr 3 ½.
40cm hringprjónn nr 4.
Sokkaprjónar nr 4 (eða nota 2 hringprjóna eða einn með langri snúru allt eftir óskum hvers og eins).
Kaðlaprjónn.
Prjónamerki (gott til að merkja upphaf umferðar).
PRJÓNFESTA
28 ½ L og 30 umf = 10 cm í mynsturprjóni með prjónum nr 4.
ORÐALYKILL
L = lykkja, lykkjur
umf = umferð
S = slétt
s = saman
Ó = óprjónuð lykkja
sty = steypa óprjónuðu lykkjunni yfir
ent = endurtaka, endurtakið
Úrtökur
úrt: = úrtaka
2Ss = 2 lykkjur sléttar saman, halla til hægri.
úrt: 1Ó+2Ss+sty = 1L tekin óprjónuð, 2L sléttar saman, óprjónuðu L steypt yfir þá prjónuðu
HÚFAN
Fitjið upp 156L með prjónum nr 3 ½.
Prjónið mynstur eins og hér segir:
1. umf: *2S, 2B, ent frá * út umf.
2. -4. umf: Eins og 1. umf.
5. umf: *2S, 2B, settu næstu 4L óprjónaðar á kaðlaprjón og geymdu fyrir framan, 2S, settu 2 brugðnar L af kaðlaprjóni aftur á vinstri prjón og færið 2L á kaðlaprjóni aftur fyrir, prjónið 2B af vinstra prjóni og síðan 2S af kaðlaprjóni, 2B, ent frá * út umf.
6. – 10. umf: Eins og 1. umf.
Þessar 10 umf mynda kaðlamynstrið.
Skiptið yfir í prjóna nr 4.
Prjónið áfram eftir mynstri þar til húfan mælist 16cm.
Úrtaka
1. umf: *2S, úrt: 2Bs, (2S, 2B) tvisvar, ent frá * út umf = 143L.
2. umf: *2S, 1 B, (2S, 2B) tvisvar, ent frá * út umf.
3. umf: *2S, 1B, 2S, úrt: 2Bs, 2S, 2B, ent frá * út umf = 130 sts.
4. umf: *(2S, 1B) tvisvar, 2S, 2B, ent frá * út umf.
5. umf: *(2S, 1B) tvisvar, 2S, úrt: 2Bs, ent frá * út umf = 117L.
6. umf: *2S, 1B, ent frá * út umf.
7. umf: *Úrt: 2Ss, 1B, (2S, 1B) tvisvar, ent frá * út umf = 104L.
8. umf: *1S, 1B, (2S, 1B) tvisvar, ent frá * út umf.
9. umf: *1S, 1B, úrt: 2Ss, 1B, 2S, 1B, ent frá * úr umf = 91L.
10. umf: *(1S, 1B) tvisvar, 2S, 1B, ent frá * út umf.
11. umf: *(1S, 1B) tvisvar, úrt: 2Ss, 1B, ent frá * út umf = 78L.
12. umf: *1S, 1B, ent frá * út umf.
13. umf: *Úrt: 1Ó+2Ss+sty, 1B, 1S, 1B, ent frá * út umf =52L.
14. umf: Eins og 12. umf.
15. umf: *Úrt: 1Ó+2Ss+sty, 1B, ent frá * út umf = 26L.
16. umf: Eins og 12. umf.
17. umf: (Úrt: 2Ss) 13 sinnum.
FRÁGANGUR
Slítið frá og þræðið tvisvar í gegnum þær 13L sem eftir eru, herðið að og gangið frá endum.
Skolið húfuna upp úr ylvolgu vatni með ullarþvottalegi. Rúllið húfunni inn í handklæði og kreistið mesta vatnið úr (ekki vinda uppá). Leggið hana flata til þerris í réttri stærð.
Hér er hægt að finna uppskriftina til útprentunar.ROW-CALDER-kaðlahúfa
Uppskriftin er frá ROWAN og er þýdd og staðfærð fyrir hringprjón af Guðrúnu Hannele.