Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hekluð Conchita

$
0
0

Verandi meðlimur í alls konar hekl-grúbbum á Facebook þá rak ég augun í forláta heklaða Conchitu en Conchita Wurst er eins og margir muna skeggjaði kjólklæddi sigurvegari síðustu Eurovisonkeppni.

conchita a stol featured

Mér fannst hún svo ótrúlega flott að ég varð að komast að því hver hefði haft fyrir því að búa hana til.

10801970_10204868557011503_4044844265697764425_n

Sú sem heklaði dívuna heitir Berglind Hallgrímsdóttir og ég hafði uppi á henni á Facebook og komst að því að þessi geggjaða heklaða Conchita í gullskónum er eiginlega frumraun Berglindar í fígúruhekli eða amigurumi eins og það  kallast.

Berglind Hallgrímsdóttir

Berglind Hallgrímsdóttir

En af hverju varð Conchita fyrir valinu sem fyrsta verkefni? Hvert var tilefnið?

Ég var reyndar búin að æfa mig smá á jólasveini og fíl úr kambgarni. Þegar ég var búin að fatta hvernig tæknin virkar fannst mér tilvalið að skella mér í Conchitu.

Conchita verður til.

Conchita verður til.



Mér fannst Conchita  geggjuð í Eurovision. Mér fannst svo flott að þessi bráðungi strákur gæti tekið þessa persónu svona alla leið án þess að blikna þrátt fyrir hatursáróður frá heilu ríkja- og kirkjusamböndunum. Hann fékk líka mikinn stuðning og allt í einu var Eurovision orðinn hápólitískur vettvangur – sem birtist í gegnum hið persónulega – Conchitu á gullkjól með vængi, beljandi James Bond-lag. Bara einum of gott.

Conchita verður til.

Conchita verður til.



Undir lok útsendingarinnar var ég komin alveg í djúpu laugina með þetta og sá allt heila atriðið sem einhvers konar upprisu allra þeirra milljóna manna og kvenna sem féllu að fótum ofsókna og stríðsreksturs í Evrópu allt frá því að Þjóðverjar réðust inn í Austurríki 1938 – kannski fulllangt gengið í dramatískri nálgun af minni hálfu. Ég gerðist Conchitu-fan í framhaldinu og mér finnst hún bara hrikalega sniðug og snjöll.

Gullkjóllinn.

Gullkjóllinn.

Er hugmyndin komin frá þér eða á þessi heklaða Conchita sér fyrirmynd?

Hugmyndin er mín og á sér bara fyrirmynd í Conchitu sjálfri. Ég byrjaði að hekla hana í sumarbústað fjölskyldunnar í Skíðadal í sumar þar sem ég var greinilega komin í mjög afstressað ástand.

Hvaða heklunálastærð notaðirðu og hvers konar garn?

Ég notaði heklunál nr. 2 og svona týpiskt mjög fínt bómullargarn eins og notað er í dúka, held ég.

1460077_10204868557211508_4496117497559371139_n

Í öllu sínu veldi.

Hvað er hún há svo lesendur geti áttað sig á stærðinni og hversu lengi varstu að búa hana til?

Hún er um 19 cm há – ég kláraði búkinn í sumar og gerði svo ekkert í langan tíma þar til ég tók mig á og heklaði á hana hár og kjól núna á dögunum. Ég er samt búin að vera frekar lengi að þessu enda garnið fínt og töluvert dund að klára hana.

Gullskórnir eru ómótstæðilegir.

Gullskórnir eru ómótstæðilegir.

Ertu annars mikil handavinnukona?

Ég er nýbyrjuð að hekla og mér finnst það mjög sniðugt. Heklið lýtur allt öðrum lögmálum en prjón og miklu auðveldara að stjórna forminu á því sem maður er að gera. En í gegnum tíðina hef ég prjónað frekar mikið og finnst það mjög skemmtilegt. Ég er í hinum frábæra saumaklúbbi „Harðangur og klaustur“ sem er ekki bara saumaklúbbur heldur félagsþjónusta, stuðningsnet og skemmtiklúbbur.

10429487_10204868557731521_6251631712751413564_n


Þú virðist hafa húmorinn í lagi og því er eðlilegt að spyrja hvort fleiri karakterar séu að verða til sem heklaðar fígúrur?

Ég veit ekki hvort ég á beinlínis framtíð fyrir mér í þessu, en viðfangsefnin gætu verið ótæmandi. Ég bíð bara eftir að andinn birtist mér í heklunálinni …


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283