Ari Matthíasson hefur verið skipaður í embætti þjóðleikhússtjóra til næstu fimm ára og tekur til starfa 1. janúar 2015.
Ari er leikaramenntaður frá Leiklistarskóla Íslands og lauk háskólaprófi á meistarastigi í rekstrarhagfræði (MBA) og hagfræði. Hann hefur starfað sem leikari og leikstjóri og hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra þjóðleikhússins fram til þessa.