Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Til heiðurs Margréti Indriðadóttur

$
0
0

Málþing til heiðurs Margréti Indriðadóttur, fyrrverandi fréttastjóra Útvarps verður haldið í Útvarpshúsinu við Efstaleiti laugardaginn 15. nóvember klukkan 13-15. Yfirskrift þess er: „Í fréttum er þetta helst…“ og þar fjalla nokkrir fyrirlesarar um fréttir og fjölmiðla fyrr og nú.

Margrét var fyrsta konan á Norðurlöndum til að gegna stöðu fréttastjóra ríkisútvarps.

Margrét var fyrsta konan á Norðurlöndum til að gegna stöðu fréttastjóra ríkisútvarps.

Margrét Indriðadóttir var brautryðjandi í fréttamennsku hér á landi og var fyrsta konan á Norðurlöndum til að gegna stöðu fréttastjóra ríkisútvarps. Hún hóf störf á Morgunblaðinu haustið 1943 að loknu stúdentsprófi frá MA. Stundaði nám í blaðmennsku við Háskólann í Minnesota í Bandaríkjunum og vann að því loknu um skeið á Morgunblaðinu. Margrét réðst til starfa á Fréttastofu Útvarps 1949 og starfaði þar til ársloka 1986, þar af síðustu 18 árin sem fréttastjóri Útvarps.

Hún hefur hlotið margskonar viðurkenningu fyrir störf sín og leitt fjölda frétta- og blaðamanna fyrstu skrefin í heimi fjölmiðlunar hér á landi.

Þeir sem standa að málþinginu eru Ríkisútvarpið, Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna, en Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona hefur stjórnað undirbúningi þess. Hún mun setja málþingið en síðan tekur dr. Sigrún Stefánsdóttir við fundarstjórn.

Margrét Indriðadóttir flytur stutt ávarp og farið verður yfir feril hennar í máli og myndum. Þá talar Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi fréttamaður Útvarps, Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, Ragnar Karlsson, fjölmiðlafræðingur, Ingibjörg Þórðardóttir, ritstjóri hjá BBC og að lokum ávarpar Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri málþingið.

Gestum verður síðan boðið í skoðunarferð um Útvarpshúsið undir leiðsögn Boga Ágústssonar.
Málþingið er öllum opið, í takt við stefnu RÚV að opna samtalið við þjóðina. Ennfremur er fyrirhugað að halda opið Útvarpsþing um hlutverk og þróun útvarps í almannaþágu í febrúar/mars á næsta ári.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283