Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Til hamingju með afmælið í dag meistari David Bowie

$
0
0

Ekki nóg með að Bowie sé 67 ára í dag og því orðinn löglegur eldri borgari með frítt í strætó heldur er eitt ár uppá dag síðan hann kom á óvart og gaf út „The Next Day“ eftir langa þögn.
Hér eru nokkur atriði sem sem hafa byggt upp þessa mögnuðu goðsögn:

Major Tom
David Bowie varð ekki frægur á einni nóttu. Hann reyndi allskyns hluti til að ná augum fólks. En til allrar hamingju lenti Neil Armstrong á tunglinu 1969 og Bowie kynnti til leiks Major Tom á Space Oddity og þar með var fyrsti smellurinn kominn. Major Tom kom aftur til jarðar í Ashes to Ashes árið 1980 og náði 1. sætinu. Sennilega verður Major Tom minnst sem einum eftirminnilegastu persónum í poppsögunni.


Ziggy Stardust

Poppstjarna sem fer í karakter og þykist vera annar en hann er, er ekkert óvanalegt í dag en þegar Bowie varð Ziggy Stardust fyrir um 40 árum þótti það stór furðulegt. Sem geimvera frá Mars túraði hann um og náði athygli umheimsins. Það var svo í júlí 1973 sem Bowie tilkynnti á sviði í Hammersmith að þetta væri síðasta framkoma Ziggy og kom öllum á óvart, þar á meðal öðrum hljómsveitarmeðlimum.

Hreinskilni um kynhneigð sína
Það er erfitt að ímynda sér í dag en þegar Bowie tilkynnti að hann væri samkynhneigður í viðtali við Melody Maker árið 1972 þá var það eitt mesta sjokk poppsögunnar. Mjög sjaldgæft á þessum tíma að frægt fólk játaði samkynhneigð. En Bowie ruglaði fólk enn meira í ríminu þar sem hann átti konu. Kynhneigð Bowie hefur alltaf verið í umræðunni og hann hefur átt í ástarsamböndum við bæði kynin en er í dag giftur konu.

Óhræddur við að klæða sig í kjól
Bowie hefur aldrei verið hræddur við að klæða sig í kjól eða einhverja búninga. Hann birtist á umslagi The Man Who Sold The World í kjól og uppreimuðum stígvélum og sumir voru ekki alveg tilbúnir í þetta árið 1970.

Samstarf
Eitt það allra sniðugasta sem Bowie gerir og gerir einstaklega vel er að hann velur frábæra aðila til að vinna með. Hann hefur ótrúlegt nef fyrir að velja rétta fólkið til að vinna með. Samband hans og gítarleikarans Mick Ronson er töfrum líkast og einnig við píanóleikarann Mike Garson. Brian Eno, Lou Reed, Iggy Pop, Queen, Mick Jagger og Bing Crosby eru allt samstarfsaðilar og samvinna þeirra með Bowie allt fyrr löngu orðin klassík.

Afþakkaði boð drottningar um að vera aðlaður
Árið 2003 afþakkaði Bowie boð drottningarinnar í Bretlandi um að vera aðlaður. Hann segist aldrei muna taka við slíku og skilur ekki til hvers þetta er. Ekki má búast við að heyra af „Sir David Bowie“ á komandi árum.

Koma á óvart
Bowie aðdáendur gleyma ekki þessum degi fyrir ári síðan þegar Where Are We Now birtist á netinu og upp úr þurru og loksins nýtt efni frá Bowie. Mikið hafði verið talað um heilsu kappans og margir óttuðust að það kæmi ekki meira efni frá honum.

Það er hægt að treysta á það að David Bowie er alltaf frumlegur og alltaf skrefi á undan.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283