Aðgerðarhópur Háttvirtra Öryrkja er frjáls og óháður baráttuhópur, sem lýtur engri formlegri stjórn. – Nema ef ske kynni, samvisku hjartans. Hann berst gegn skerðingum á lífskjörum öryrkja, og þjóðarinnar almennt. Fyrir frelsi, jafnrétti og bræðralagi!
Gegn einelti og allri misnotkun manneskjunnar, t.d. atvinnutengdri, félagslegri og kynferðislegri.
Við segjum gjarnan á tyllidögum: ,,Öryrkjar allra landa sameinumst“.
Hér er myndband með upplýsingum um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hvernig hann er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu.
Ísland ætti ekki að vera eftirbátur annara landa. Stöndum vörð um réttindi allra.