Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

B Y L G J U R – Noro-trefill – Uppskrift

$
0
0

Guðrún Hannele skrifar:

Það eru til treflar og svo eru til NORO-treflar. Þeir eru alltaf litríkir og lífga upp á yfirhafnir sem flestir velja sér í klassískum en daufum litum. NORO-garnið er japanskt og fyrirtækið var stofnað af Eisaku Noro fyrir yfir 40 árum síðan. Sérstaða hans eru óvenjulegar litasamsetningar sem einhvern veginn virka samt alltaf. Noro-garnið er aðallega úr náttúrulegum efnum og litað í köflum. Þannig eru margir litakaflar í hverri garnhnotu. Eftir að Noro-garnið sló í gegn úti um allan heim hafa margir framleiðendur reynt að líkja eftir því. En einhvern veginn tekst þeim alltaf að vera nokkrum skrefum á undan og þar leikur lita- og efnisvalið áreiðanlega stórt hlutverk.

Screen Shot 2014-11-30 at 10.27.52 e.h.

Í þessum trefli eru notaðar tvær mismunandi garnhnotur til skiptis, tvær umferðir prjónaðar með hvorum lit. Þá þarf ekki að ganga frá endum nema í byrjun og enda hverrar hnotu. Af því að garnið skiptir um lit þá breytast litir randanna líka. Bylgjurnar fást með því að taka úr og auka út til skiptis í umferðum á réttunni.

Þessi trefill væri flottur í jólapakkann hjá þeim sem manni þykir mjög vænt um eða bara fyrir sjálfan sig. Skemmtilegt að prjóna og enn skemmtilegra að nota.

Gleðilegar prjónastundir,

Guðrún Hannele

 

noro-chevron-scarf

B Y L G J U R

Trefill úr NORO Kureyon

 

HÖNNUN

Cheryl Kubat fyrir NORO

STÆRÐ

Ein stærð 20 x 230 cm eftir þæfingu.

EFNI

3 x 50g/100 m hnotur af NORO Kureyon (100% ull) í 2 litum (á mynd í litum #259(A) og #260 (B)), samtals 300 g.

PRJÓNAR

60–80 cm hringprjónn nr. 6 eða þá stærð sem þarf til að ná réttri prjónfestu

PRJÓNFESTA

20 lykkjur og 20 umferðir í mynsturprjóni

= 10×10 cm á prjóna nr. 6 (óþæft)

Ef prjónfestan stenst ekki verður trefillinn annaðhvort stærri eða minni.

AÐFERÐ

Trefillinn er prjónaður fram og tilbaka og þæfður létt eftir prjónið til að þétta hann. Ef vill má sleppa þæfingunni en nota þá prjóna nr. 5 í staðinn.

 

ORÐALYKLAR

L = lykkja, lykkjur

cm = sentimetrar

umf = umferð

= réttan

Ra = rangan

S = slétt, sléttar

B = brugðin, brugðnar

 

úrt: 2Ss = úrtaka – hallar til hægri. 2L sléttar saman.úrt: 2Szs = úrtaka – hallar til vinstri. 1 L óprjónuð slétt, endurtakið, stingið vinstra prjóni inn í 2 óprjónaðar L að framan og prjónið þær saman aftan frá.

auk:1S+1Sz = aukið út með því að prjóna slétt framan og aftan í sömu lykkjuna, þ.e. í fremri og aftari lykkjubogann

 

TREFILLINN

 

Fitjið upp 45 L með lit A.

Bylgjumynstur:

1. umf (Ré):  1S, [auk:1S+1Sz, 4S, úrt:2Szs, úrt:2Ss, 4S, auk:1S+1Sz] 3 sinnum, 2S.

2. umf (Ra): Allar L brugðnar.

3. og 4. umf: Skiptið yfir í lit B, endurt 1.-2. umf.

Endurtakið 1.–4. umf. þar til æskilegri lengd er náð. Endið á 2. umf. og skiljið eftir um 10 m af garni í lit A.

Fellið laust af.

Frágangur

Gangið frá endum. Þæfið létt annaðhvort í höndum eða í vél við 30° C.

Leggið trefilinn flatan til þerris og sléttið úr til að ná réttri lögun.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283