Prins Póló hefur átt sér fastan sess í hjörtum landsmanna lengur en nokkuð annað innflutt súkkulaði. Frá því að það var fyrst flutt hingað inn frá Póllandi árið 1955 hefur það verið söluhæsta súkkulaðistykkið á Íslandi en gert er ráð fyrir því að hver íslendingur borði að meðaltali hálft kíló af Prins Póló á ári. Það var ekki hlaupið að því að fá prinsinn inn í landið á sínum tíma en í þá daga var eftirlit með innflutningi á erlendum vörum mjög strangt og búið var að banna innflutning á sælgæti til að vernda íslenska framleiðslu.
Prins Póló slapp fyrir horn með því að bera hendur fyrir höfuð sér og segjast vera kex, okkur Íslendingum til mikillar lukku.
Nú er komið að því að prinsinn vill vera meira en kex eða súkkulaði og þar kemur þú til sögunnar, lesandi góður. Uppskriftasamkeppni Prins Póló og Kvennablaðsins er hafin og við erum að leita að glænýjum og spennandi eftirrétti. Eina skilyrðið fyrir þitt framlag verði tekið gilt er að uppskriftin þín innihaldi að einhverju leyti Prins Póló súkkulaði. Þú getur búið til ís, köku eða bara hvað sem þér dettur í hug!
1. Verðlaun
- Afmælissett – 3 Margrétarskálar (1.5 L, 2 L og 3 L) frá Rosti Mepal
- með loki í Retro-litum
- Áhaldasett frá Rosti
- Eldhúsvog í retro-bláum lit
- Falleg svunta frá Rosti
- Fullt af Prince Polo
2. Verðlaun
- 5 L retro-græn Margrétarskál
- 4 L retro-bleik Margrétarskál
- Eldhúsvog í retro-grænum lit
- Fullt af Prince Polo
3. Verðlaun
- 5 L retro-gul Margrétarskál
- 2 L retro-græn Margrétarskál
- 150 ML retro-bleik Margrétarskál
- Fullt af Prince Polo
Sendu okkur uppskriftina þína á kvennabladid@kvennabladid.is með myndum af réttinum og kokkinum fyrir 15. desember. Við birtum síðan bestu uppskriftirnar hér á Kvennablaðinu. Þrjár bestu uppskriftirnar verða verðlaunaðar.