Samsýning félagsmanna SÍM, sem ber nafnið Kanill, var nýlega opnuð í sal SÍM-hússins að Hafnarstræti 16.
Rúmlega 80 félagsmenn taka þátt í sýningunni og eru verkin unnin í alls kyns miðla.
Lagt var upp með ákveðið hámarksverð – 15.000 kr. – en ekkert verkanna fer yfir þá upphæð. Enginn sýningarstjóri sér um að setja upp sýninguna heldur hengja félagsmenn upp verkin um leið og þeir komu með þau. Þannig verður upphengið til á lífrænan og tilviljanakenndan hátt og má segja að það sé nokkurs konar salon-stíll á því.
Verkin eru til sölu og geta kaupendur tekið verk með sér um leið og þau er keypt. Félagsmenn geta síðan komið með ný verk í staðinn fyrir þau sem seljast svo sýningin mun taka stöðugum breytingum. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir verk með reiðufé, enginn posi er á staðnum.
Sýningin er opin á skrifstofutíma SÍM, kl. 10–16 alla virka daga og stendur til 22. desember. Einnig verður opið sunnudaginn 21. desember kl. 14–18.
Allir hjartanlega velkomnir!