Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Kaupum list til jólagjafa á sýningu SÍM

$
0
0

Samsýning félagsmanna SÍM, sem ber nafnið Kanill, var nýlega opnuð í sal SÍM-hússins að Hafnarstræti 16.

Rúmlega 80 félagsmenn taka þátt í sýningunni og eru verkin unnin í alls kyns miðla.

Lagt var upp með ákveðið hámarksverð – 15.000 kr. – en ekkert verkanna fer yfir þá upphæð. Enginn sýningarstjóri sér um að setja upp sýninguna heldur hengja félagsmenn upp verkin um leið og þeir komu með þau. Þannig verður upphengið til á lífrænan og tilviljanakenndan hátt og má segja að það sé nokkurs konar salon-stíll á því.

Verkin eru til sölu og geta kaupendur tekið verk með sér um leið og þau er keypt. Félagsmenn geta síðan komið með ný verk í staðinn fyrir þau sem seljast svo sýningin mun taka stöðugum breytingum. Athugið að aðeins er hægt að greiða fyrir verk með reiðufé, enginn posi er á staðnum.

Sýningin er opin á skrifstofutíma SÍM, kl. 10–16 alla virka daga og stendur til 22. desember. Einnig verður opið sunnudaginn 21. desember kl. 14–18.

Allir hjartanlega velkomnir!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283