Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Rýnt í yfirklór

$
0
0

Á dögunum seldi Landsbankinn 30% hlut í fyrirtækinu Borgun. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að téður hlutur var aldrei auglýstur til sölu og seldur „undir borðið“ til útvalinna. Svona lagað er svo sem í góðu lagi ef um einkafyrirtæki er að ræða en hafa ber í huga að Landsbankinn er ríkisfyrirtæki og þessi 30% hlutur er því sameign allra Íslendinga. Það er því eðlileg krafa og sjálfsögð að téður hlutur sé settur í eðlilegt söluferli frekar en að skipta um hendur án þess að áhugasamir kaupendur fái tækifæri til þess að setja fram tilboð. Þessi „sala“ vakti því upp sárar minningar neðan úr spillingarfeni fortíðarinnar. Ekki er langt síðan kerfisbundið var unnið að því að koma ríkiseigum undir útvalda. Svo rammt kvað af þessari iðju að fólk var byrjað að líta á það sem eðlilega starfsemi stjórnmálanna að ræna ríkissjóð.  Þetta andstyggðarkerfi hrundi sem betur fer 2008 en núna er greinilega verið að endurreisa það.

Í kjölfar gagnrýnisradda sem hljómuðu vegna téðrar sölu, sá Landsbankinn sig knúinn til að útskýra forsendur þessarar umdeildu ákvörðunar. Það er sérkennilegur lestur í meira lagi.   Það vakna miklu fleiri spuringar við lesturinn en átti að svara. Svo margar að ég tók mig til og ritskýrði umræddan texta.  Niðurstaðan er hér að neðan. Athugasemdir mínar eru feitletraðar.

 

borgun1

  •  Óvíst með hinn góða hagnað.  Aldrei var reynt á markaðsverð.

 

borgun2

  •  Hvaða réttmætu undantekningar og við hvaða sérstöku aðstæður?

 

borgun3

  •  Látum oss sjá. Íslandsbanki á 70% í Borgun. Landsbanki á 30% í Borgun. Hvernig gerir það Landsbankanum erfitt fyrir með sölu og afhendingu gagna?  Hvaða gagna? Getur Olís ekki selt 30% hlut í fyrirtæki sem Skeljungur á 70% í? Hvaða meinbugir eru í þessar stöðu? Var Íslandsbanka boðinn þessi 30% hlutur? Getur verið að Íslandsbanki hafi verið tilbúinn að greiða hærra verð fyrir hlutinn?

 

borgun4

  •  Hafði Landsbankinn takmarkaðan aðgang að Borgun? Hvernig? Hvaða gögn mátti LB ekki sjá í fyrirtæki sem það átti 30% hlut í? Hvaða sátt gerði Landsbankinn við Samkeppniseftirlitið árið 2008 og hvers vegna? Þátttaka stjórnenda í kaupendahópnum ætti einmitt ekki að auðvelda verðmat nema með öfugum formerkjum. Ef stjórnandi segir að fyrirtækið sem hann sjálfur ásælist sé milljón króna virði, er líklegt að það sé meira virði. Heilbrigð skynsemi myndi alltaf leita í þessa átt. Hvers vegna mátti ekki láta framboð og eftirspurn verðmeta þennan hlut?

 

borgun5

  • Endurtekning á fyrri setningu.  Takmarkaður aðgangur að upplýsingum um Borgun (hvers vegna?) Hvaða upplýsingar er hér um að ræða og hvers vegna ætti þessi takmörkun að hafa áhrif á verðmyndun þessa 30% hlutar. Er ekki einmitt skynsamasta leiðin í stöðunni að selja hlutinn á markaði og láta framboð og eftirspurn ráða verðinu?

 

borgun6

  • Samkeppnisyfirvöld þrýsta á bankana að breyta eignarhlutanum í Borgun. Landsbankinn ákveður að selja. Hvers vegna ekki í opnu ferli? 

 

borgun7

  • Einmitt. Þetta er galin „sala“ á ríkiseigu og alls ekki tekin á viðskiptalegum forsendum heldur öðrum og vafasamari.

 

Ég tel nokkuð ljóst að þessi „sala“ sé mjög undarleg í meira lagi og rökstuðningur hennar vegna vekur einfaldlega fleiri spuringar en átti að svara. Svoleiðis „senarío“ er reyndar einkenni á öllu skuggaspili stjórnmálanna. Ég tel nokkuð ljóst að það voru stjórnendurnir í Borgun sem hafa komið að máli við Landsbankann og falast eftir hlutnum. Svo hafi Landsbankinn reddað fjárfestum eða þeir sjálfir. Í raun skiptir það engu máli hvernig þetta spilaðist því það er enginn glæpur að falast eftir eigum ríkisins. það er heldur enginn glæpur í því fólginn að afla fjárfesta til að fjármagna hlut í eigum ríkisins. Ríkiseigur á hins vegar að bjóða til sölu eftir eðlilegum ferlum.

Svoleiðis ferlar eru ekkert flóknir.

Auglýsing í blöðunum sem gæti hljómað einhvern veginn svona er t.d. ágætis lausn.

„Til sölu er 30% hlutur í fyrirtækinu Borgun. Áhugasamir eru beðnir um að senda inn tilboð í hlutinn fyrir 1. janúar 2014.“

 

Ekkert flókið – Ekkert yfirklór og hámarksarði náð fyrir eigendurna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283