Jólamarkaður barnaverslana er í dag sunnudaginn 7. des kl 13 til 17 á Víkin kaffihús. það er fullt af flottum vörum á boðstólum og heitt á könnunni. Víkin kaffihús er til húsa í Sjóminjasafninu í Reykjavík, Grandagarði 8. Þarna verður hægt að gera frábær kaup á barnavörum og leikföngum.
Petra Dís Magnúsdóttir er konan á bak við markaðinn en hún rekur fyrirtækið Dúkkubörn sem selur dúkkur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá yngstu kynslóðinni.
„Þetta kom þannig til að ég er á kafi í Dúkkubörnum og langaði að halda markað en alls ekki ein því mig langaði að fá fleiri með í fjörið og hafði því samband við nokkrar barnanetverslanir sem tóku svona vel í þetta“ segir Petra.
Meðal netverslanna sem taka þá í markaðinum eru: Barnaheimar, Draumahöllin, I am happy, Silver Cross, MixMixReykjavík og Hlýleg.
Draumahöllin verður með vagna og fleira á boðstólum.
Föt og fígúrur frá MixMix