Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Það er mikilvægt að þrífa förðunarburstana

$
0
0

Förðunarburstar eru mikilvæg tól í snyrtibuddum kvenna og mikilvægt er að hugsa vel um þá. Ef það er gert geta þeir dugað í mörg ár, að öðrum kosti gefast þeir líklegast fljótlega upp.

Það eru ekki bara förðunarvörur sem festast í burstunum okkar þegar við notum þá heldur líka önnur óhreinindi, t.d. olía og jafnvel bakteríur. Það er því mikilvægt að gæta hreinlætis og hreinsa þá reglulega. Þannig kemur þú í veg fyrir að óhreinindi sem valda bólum og útbrotum komist í húðina þína.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Best er að þrífa burstana með vatni og sjampói, t.d. barnasjampói sem er mildara en venjuleg sjampó og fer því enn betur með hárin. Byrjið á því að skola burstana í vatni, setið svo smá sápu í þá og nuddið hárin í lófunum til að leysa upp óhreinindin. Skolið burstana svo vel og endurtakið þangað til hreint vatn rennur frá burstunum. Mikilvægt er að burstarnir fái að þorna í nokkra klukkutíma þannig best er að þrífa þá ekki skömmu áður en þið þurfið að nota þá.

sunday cleaning 7

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Förðunarsvampar eru geysivinsælir um þessar mundir svo það er vert að taka fram að þá má þrífa alveg eins og venjulega förðunarbursta.

Hér sjáið þið kennslumyndband þar sem förðunarbloggarinn Erna Hrund hjá Reykjavík Fashion Journal gefur góð ráð um burstahreinsun og sýnir auk þess fljótlegri aðferð með hjálp burstahreinsis. Burstahreinsir djúphreinsar burstann en það ætti að gera að minnsta kosti á nokkurra vikna fresti.

Nokkur aukaráð..

  • Þrífið aldrei burstana ykkar með heitu eða volgu vatni þar sem hætt er á að límið sem heldur burstahárunum bráðni og hárin fari að losna úr burstanum.
  • Geymið burstana ykkar í umhverfi þar sem hitastig er jafnt. Forðist að geyma þá á rökum stað. Raki og hiti valda hárlosi hjá burstanum.
  • Leggið burstana ykkar lárétt t.d. á handklæði eða þvottapoka, helst í smá halla svo að hárin vísi niður þegar þið leyfið þeim að þorna. Þannig kemst vatn ekki í snertingu við límið.

cleaning-makeup-brushes-4

  • Forðið burstunum frá hita. Það má aldrei leggja bursta á ofn eða blása á hann með hárblásara því þá getur límið bráðnað.
  • Hugsið vel um förðunarburstana ykkar því þó svo þeir séu sterkir og eigi að endast vel, gera þeir það ekki nema vel sé hugsað um þá.

Munið að góð burstahreinsun er lykillinn að því að förðunarburstarnir ykkar endist vel og lengi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283