Zara Phillips er barnabarn Elísabetar Englandsdrottningar og fyrsti meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar sem kemur fram í tölvuleik. Tölvuleikurinn heitir “ Howrse“ og er leikur um hestamennsku. Leikinn spila nú þegar yfir 50 milljón manns og mun Zara birtast sem kennari í leiknum sem notendur geta leitað til með ráð er varða umhirðu hesta, þjálfun og mun Zara ennfremur að kenna þeim að bæta sig sem knapa.
Fram kemur í tilkynningu leikjaframleiðanda að rödd hennar muni ekki vera notuð heldur eingöngu myndir af henni og að ráð hennar muni birtast sem texti á skjánum. Fær Zara ríkulega þóknun fyrir þáttökuna.
Zara vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum og er þekkt hesta-og sjónvarpskona í Bretlandi en hún starfaði áður við íþróttafréttir hjá BBC. Segir Zara að það sé ánægjulegt að taka þátt í þessum leik sem geri fólki á öllum aldri, óháð efnahag, mögulegt að læra um ólíkar hliðar hestamennsku og dásamar þá kennslumöguleika sem felast í leikjum á alnetinu.