Ef þú ert með góða viðskiptahugmynd er núna lag að senda inn umsóknir í Gulleggið 2014. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.
Þátttaka í Gullegginu er skemmtileg og krefjandi áskorun sem nýtist þátttakendum til framtíðar. Sú reynsla og þekking sem þátttakendur öðlast nýtist vel þegar út í atvinnulífið er komið, hvort heldur sem er hjá nýstofnuðum sprotafyrirtækjum eða stærstu fyrirtækjum landsins.
Þetta myndband kynnir ykkur Gulleggið og umsóknir má senda inn fyrir 20. janúar á síðu Gulleggsins sem er í hlekk hér.