Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Fit um jólin“

$
0
0

Jólahugleiðing

„Fit um jólin“, „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér um jólin,“ myndir af photosjoppuðum mittum í gjafaborða, endalausar auglýsingar og hvatningar og jafnvel hræðsluáróður um hvað megi,megi ekki og eigi að gera yfir hátíðirnar svo holdavöxturinn haldi sér í fyrirfram ákveðnum stíl. Stílnum sem er inn þessi misserin.

Því er jafnvel haldið á lofti og lagt að jöfnu að gleðileg verði ekki jólin nema maður passi uppá línurnar.

Ég fékk nóg. Gersamlega. Er séns að fá frið fyrir samviskubitsbullinu í það minnsta rétt yfir bláhátíðirnar? „Borðaðu með góðri samvisku“. Ha? Er bara spes matur sem leyfir góða samvisku? Af hverju missti ég?

Síðast þegar ég gáði þá var besta útgáfan af mér þegar ég sinni andanum, fjölskyldunni, vinum og sýni þeim sem minna mega sín umhyggju. Ég breyttist ekki í Kim Jong Il þegar ég bætti á mig.

Síðast þegar ég gáði þá er góður matur ekki bara nærandi fyrir líkama og sál heldur líka eitt af því sem við getum þakkað fyrir um jólin. Að tilheyra þeim forréttindahópi sem á í sig og á.

Það er hollt og gott að hreyfa sig og auðvitað eiga menn að vanda sig þegar kemur að matarvenjum. En óhóflegar og jafnvel ógerlegar kröfur um útlit, neyslu og lífstíl sem fá að básúna um allt, faldar í furðulegum auglýsingum „heilsugúrúa“ eru ekki bara kjánalegar heldur geta haft neikvæð áhrif á hug og heilsu fólks.

Niðurbrot og neikvæð sjálfsgagnrýni er ekki það sem fólk á að detta í um jólin. Þegar fólk kýs að gera vel við sig í mat og drykk en er svo íþyngt með áminningum um að það sé nú ekki ‘inn’ er óneitanlega dregið úr gleðinni sem því fylgir.

Hunsið og njótið alls þess besta, rífið í belg og standið með ákvörðunum ykkar. Aldrei tapa tvisvar.

Sjálf ríf ég í belginn og segi til allra: Gleðileg jól og hamingjuríkt komandi ár, hvernig og hvað svo sem þið eruð. Ég á yndislegar stundir með börnum og manni og hundi og geri það með góðri samvisku þrátt fyrir kappalegt át.

Deilið að vild, vænn belgurinn á mér lætur flestum líða vel um jólin.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283