Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stundin er nýr fjölmiðill sem er óháður valdablokkum

$
0
0

Stundin er nýr fjölmiðill sem mun líta dagsins ljós í febrúar. Aðstaðdendur Stundarinnar eru margir fyrrum starfsmenn DV. Í gær fór af stað söfnun fjármagns í gegnum hópfjármögnunnarsíðuna Karolina Fund en forsvarsmenn Stundarinnar leita til almennings með það að leiðarljósi að auðvelda rekstrargrundvöll fjölmiðilsins. Á vef Karolina Fund segir um verkefnið:

„Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Markmið okkar er að skapa svigrúm fyrir rannsóknarblaðamennsku, veita valdhöfum aðhald og almenningi upplýsingar sem eru eins ómengaðar af sérhagsmunum og mögulegt er. Til þess þurfum við stuðning. Því fleiri sem styðja okkur, því meira getum við gert.

Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið.“

Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar og áhugasamir um þetta verðuga verkefni eru eindregið hvattir til að heimsækja Karolina Fund vefinn og styrkja frjálsa fjölmiðlun í landinu.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283