Viltu léttast? Ertu búin/n að einsetja þér að borða minni sykur eða fer ger illa í þig? Ef eitthvað af þessu á við þig stendurðu eflaust frammi fyrir því að þurfa að sneiða hjá brauði og brauðmeti að öllu eða flestu leyti. Við Íslendingar borðum mikið af brauðmeti og mörgum finnst óhugsandi að borða ekki brauð sem hluta af sínum daglegu máltíðum.
Mikið af því brauði sem bakaríin og verslanir selja, nema annað sé tekið fram, innihalda ger og eru með viðbættum sykri. Margir foreldrar sem eiga börn sem eru of þung þekkja að það getur verið erfitt að venja börn af brauðáti á milli mála. Snúðar, hvít rúnstykki, pitsusnúðar, kanilsnúðar, ostaslaufur, allt eru þetta brauðvörur sem veita litla næringu en innihalda mikinn sykur. Hvernig væri að prófa að venja fjölskylduna á að borða meira af hrökkbrauði og minna af brauði, öllum til heilsubótar?
Hér eru nokkrar tillögur að því hvernig njóta má hrökkbrauðs með ýmsu meðlæti hvort sem er á morgnana, til að setja í skólanestið eða til að grípa í á milli mála.
Frá vinstri til hægri efri röð:
1. Rjómaostur og sykurlaus sulta. 2 Bláber og hreinn rjómaostur. 3. Kotasæla og ólífumauk. 4. Gott túnfiskssalat á salatblöðum með salvíu. 5. Gúrka, skinka og steinselja.
Neðri röð frá vinstri:
1. Bananamauk með hunangi. 2. Brie-ostur með hindberjum og myntu. 3. Hnetusmjör og bananar. 4. Ostur og tómatar. 5. Avókadó og kirsuberjatómatar.
Burger-hrökkbrauð er góður kostur fyrir þá sem vilja borða minna af sykri eða sniðganga hann alveg. Hrökkbrauð er fyrirtaks staðgengill brauðs og mun hollari kostur. Burger-hrökkbrauð er sykur- og glútenfrítt og hentar því vel fyrir þá sem eru með glútenóþol eða vilja sniðganga ger. Burger-hrökkbrauð fæst í ýmsum ljúffengum bragðtegundum.
Burger BIO-hrökkbrauðið, sem er lífræna línan frá þessu þýska gæðafyrirtæki, er líka sykur- og gerlaust. Burger Bio-hrökkbrauðið er unnið úr lífrænt ræktuðu korni. Burger BIO-hrökkbrauð er því góður kostur fyrir fólk sem lætur sér annt um heilsuna – og umhverfið. Burger BIO-hrökkbrauðið fæst í tveimur mismunandi ljúffengum bragðtegundum; annars vegar fimm-korna og hins vegar sesam.
Hrökkbrauðið frá Burger er létt og stökkt og hentar frábærlega í morgunmat, í hádeginu eða sem millimál með gómsætu áleggi. Þú finnur Burger-línuna í öllum helstu matvöruverslunum.
Kostuð kynning.