Boðað hefur verið til samstöðufundar við franska Sendiráðið að Túngötu 22, Reykjavík í dag klukkan 18:00. Minnst verður þeirra er létust í hryðjuverkaárásinni á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo í gær. Fólk er kvatt til að taka með sér blýanta eða penna en verkfæri skopmyndateiknaranna sem létust eru tákn fyrir frelsi og lýðræði. Skoða má viðburðinn á Facebook hér.
Myndin hér að ofan er eftir listamanninn Lucille Clerc.