Samkvæmt breskum fjölmiðlum komu ríflega þrjár milljónir manna saman í borgum Frakklands í dag til stuðnings friði og málfrelsi.
Þjóðarleiðtogum heims og ráðamönnum var boðið að vera viðstaddir gönguna í París en íslenskir ráðamenn áttu ekki heimangengt.
Hvorki forseti, forsætisráðherra, ráðherrar, borgarstjóri né sendiherra Íslendinga í Frakklandi töldu ástæðu til að sýna heiminum afgerandi afstöðu fyrir hönd Íslendinga.
Aum er sú þjóð sem á slíka ráðamenn.
Hafi þeir ævarandi skömm fyrir.