Twittersamfélagið tjáði sig um fjarveru forsætisráðherra í lýðræðisgöngu í Frakklandi í gær undir hashtagginu #ástæðanfyriraðfaraekki.
Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að setja fram stöðuuppfærslu á Facebook laust fyrir miðnætti í gær sem hófst á orðunum: Hafa skal það sem réttara reynist!
Kvennablaðið furðar sig á þessu orðalagi Sigmundar því Ari fróði í inngangi Íslendingabókar segir að skylda þeirra sem fást við sagnfræði sé að hafa það ávallt sem sannara reynist.
Til upprifjunnar fyrir forsætisráðherra er tilvitnunin í Ara svohljóðandi:
„En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur er sannara reynist.“
Heimaleikur hjá Edmonton #ástæðanfyriraðfaraekki http://t.co/ovLGkbvzKC pic.twitter.com/oB3KZTLXhs
— Stefán Óli Jónsson (@St_Oli) January 11, 2015
Var að spila Snake með Bjarna #ástæðanfyriraðfaraekki pic.twitter.com/V5Oxd3TMkz
— Jon Olafsson (@jonolafs) January 11, 2015
Æhj bara allskonar :/#ástæðanfyriraðfaraekki http://t.co/pM6zTpJk2e pic.twitter.com/B4ptrg4tuG
— Edda Konráðsdóttir (@eddakon) January 11, 2015